Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hæstiréttur skaðar sannsókn sakamála

Það er töluverð kaldhæðni að lok Baugsmálsins hafi leitt til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Gerald Sullenberger hafi verið dæmdir til sömu refsingar. Báðir fengu þeir þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þannig var maðurinn, sem í upphafi var eitt helsta vitni ákæruvaldsins, dæmdur fyrir sömu brot og Jón Ásgeir. Í bók minni - Síðasta vörnin - er bent á að Hæstiréttur hafi talið að ákæruvaldinu væri heimilt að nýta sér skýrslur sem teknar voru af Jóni Gerald þegar hann hafði stöðu vitnis.

Sjá T24


Að bjóða til sölu það sem ekki er til sölu

Stundum er erfitt að átta sig á því sem menn segja. Dæmi um þetta er frétt DV um Skúla Mogensen athafnamanni hafi verið boðið að kaupa Iceland Express sem er í eigu Pálma Haraldssonar. Það mun hafa verið gert eftir að fréttir bárust af því að Skúli ásamt fleirum hafi ákveðið að stofna nýtt flugfélag - WOW Air.

Forráðamenn Iceland Express segja fyrirtækið ekki til sölu en samkvæmt er það boðið falt.

Sjá T24


Ragnar og Hjörleifur halda í hálmstrá

Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson halda í hálmstrá í þeirri von að hægt sé að bjarga Vinstri grænum - byggja aftur upp trúnað og traust meðal kjósenda flokksins sem telja sig svikna. 

Landsfundur Vinstri grænna var haldinn um helgina og Ragnar Arnalds telur að samþykkt fundarins um ESB-aðild sé eindregin og afdráttarlaus.

Sagan bendir til þess að landsfundarályktun skipti litlu. Hjörleifur hefur margsinnis farið fram og gagnrýnt forystu VG.

Sjá T24


60 milljarða skattur á sjávarútveg

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ríkissjóður hafi orðið af níu milljörðum króna vegna þess að makrílkvóta hafi ekki verið úthlutað gegn gjaldi líkt og gert var með skötuselinn.

Skattprósenta Ólínu Þorvarðardóttur þýðir að auðlindaskatturinn verður rétt liðlega 60 milljarðar króna. 

Sjá T24


Eru Íslendingar tilbúnir í 150-300 milljarða ábyrgð?

Vonandi tekst Evrópusambandinu að leysa úr þeim gríðarlegu vandamálum sem blasa við. Það skiptir Íslendinga miklu að vel takist til. Skuldavandi evruríkjanna er gríðarlegur og því hafa leiðtogar ríkjanna samþykkt að stækka svokallaðan björgunarsjóð í 1.000 milljarða evra, knýja banka til að afskrifa skuldir Grikklands um 50% og gera bönkum skylt að auka eigið fé um 106 milljarða evra á komandi ári.

Eitt þúsund milljarða evru björgunarsjóður jafngildir um 160 þúsund milljörðum íslenskra króna. Nú eru 17 lönd sem tilheyra evrusamstarfinu, alls með um 332 milljónir manna. Þannig jafngildir björgunarsjóðurinn því að hver íbúi hafi tekið að sér liðlega þrjú þúsund evrur eða nær 480 þúsund krónur. Með öðrum orðum hver fjögurra manna fjölskylda er með liðlega 1,9 milljónir króna í björgunarsjóðinum. Sé það rétt að nauðsynlegt sé að tvöfalda björgunarsjóðurinn eru skuldbindingar hans jafngildar því að hver fjölskylda hafi lagt fram liðlega 3,8 milljónir króna eða um 24 þúsund evrur. 

Sjá T24.is


Sjálfstæðisflokkurinn þarf að huga að framboðsmálum

Sjálfstæðismenn verða að huga að skipan framboðslista fyrir kosningar sem verða líklega ekki fyrr en vorið 2013 - því miður. Nú eru 16 í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en búast má við að þingmönnum fjölgi töluvert. Að öðru óbreyttu má reikna með að þingmennirnir verði a.m.k. 24 eftir kosningar. Án þess að ég viti um það er ekki ólíklegt að 1-2 þingmenn muni draga sig í hlé og spurning hvort þeir sem sækjast eftir endurkjöri nái allir þeim árangri sem að er stefnt í prófkjörum. Það má með öðrum orðum búast við því að 10 eða fleiri nýir þingmenn setjist á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar. Sjálfstæðismenn hafa því mikil tækifæri til að breikka þingflokkinn verulega.

Sjá T24.is


Síðasta vörnin

si_asta_vornin_1117825.jpgBókafélagið Ugla hefur gefið út bókina Síðasta vörnin, eftir þann sem hér skrifar. 

Í bókinni er sett fram hörð gagnrýni á íslenska dómskerfið og því haldið fram að dómar Héraðsdóms og Hæstaréttar í Baugsmálum hafi reynst Íslendingum dýrkeyptir og haft alvarlegar afleiðingar. Skiptir þá engu sekt eða sakleysi þeirra sem voru ákærðir. Dómstólar komu sér hjá því að taka efnislega afstöðu til ákæruliða og beittu langsóttum lögskýringum. Viðskiptalífinu var gefið til kynna að aðrar reglur væru í gildi gagnvart því en öðrum.

Í Síðustu vörninni er því haldið fram að fræðimenn og starfandi lögmenn hafi brugðist skyldu sinni. Ástæðurnar eru sagðar einfaldar. Lögmenn hafi áhyggjur af því að hörð gagnrýni þeirra á úrskurði dómstóla geti komið niður á umbjóðendum þeirra í framtíðinni. Og hins vegar hafi fræðimenn og starfandi lögmenn, sem hafa hug á því að sækjast eftir sæti við Hæstarétt, það í huga að gagnrýni geti haft áhrif á möguleika þeirra til að ná ráðningu.

Þegar héraðsdómur ákvað að vísa öllum upphaflegu ákærunum frá dómi, ekki síst á þeim grunni að ákæruliðir væru óskýrir, fögnuðu margir. Sú gleði var byggð á misskilningi. Með frávísun gafst ákæruvaldinu tækifæri til að gefa út nýjar ákærur. Á meðan urðu þeir sem sættu ákæru að bíða í eins konar lögfræðilegu tómarúmi. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir þann sem telur sig saklausan að bíða eftir því að nafn hans sé hreinsað. Því er haldið fram að hagur þeirra sem sættu ákæru hefði verið betur tryggður ef dómstólar hefðu tekið upphaflegu ákæruliðina fjörutíu til efnislegrar meðferðar og látið hina ákærðu njóta vafans sem fólgin var í óljósum málatilbúnaði ákæruvaldsins

Í bókinni er skipulag Hæstaréttar gagnrýnt harðlega og þó sérstaklega hvernig staðið er að skipun dómara. Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að dómstólar láti undan almenningsálitinu og í því andrúmslofti sem nú er í þjóðfélaginu. Sú hætta virðist vera raunveruleg að hagsmunir sakborninga verði fyrir borð bornir. Veruleg hætta er á að dómstólar hafi ekki bolmagn til að standa gegn háværri kröfu um að ákveðnir einstaklingar verði dregnir til ábyrgðar og dæmdir.

Fórnarlömbin verða ekki aðeins þeir sem verða dæmdir heldur allir Íslendingar. Þegar og ef dómstólar láta undan þrýstingi almenningsálitsins er réttarríkinu fórnað.


Það gengur aldrei að ráða framsóknarmann

Fréttaflutningur ríkisins síðastliðinn sunnudag er enn ein rósin í hnappagat Óðins Jónssonar, fréttastjóra. Hann stendur vaktina af dyggð þegar kemur að framsóknarmönnum, sem eiga ekkert gott skilið. Þá skiptir engu þó allar reglur frétta- og blaðamennsku séu brotnar – málstaðurinn verður að ráða för. Sé einhver sem efast er rétt að sá hinn sami horfi á frétta Ríkissjónvarpsins.

Hægt en örugglega er fréttastofa ríkisins að grafa undan Ríkisútvarpinu og ógilda flest rök fyrir því að ríkið standi í rekstri fjölmiðla, með nauðungaráskrift. Margir fagna en aðrir horfa á með hryllingi.

En eitt er víst: Það gengur aldrei að ráða framsóknarmann til starfa.

Sjá T24

 


Dómstólar undir hæl fjölmiðla

si_asta_vornin.jpgÍ bókinni, Síðasta vörnin, er því haldið fram að dómstólar hafi, með framgöngu sinni í Baugsmálinu svokallaða, rutt braut viðskiptahátta sem reistu á öðru en heilbrigði — auðveldað aðilum í viðskiptalífinu að stunda viðskiptahætti sem Íslendingar hafa fengið að súpa seyðið af. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni á dómstóla vegna þessa þó að meðal starfandi lögmanna sé þetta viðhorf útbreitt.

Í Síðustu vörninni er því haldið fram að fjölmiðlar í eigu helstu eigenda Baugs og náinna samverkamanna hafi reynt að mynda andrúmsloft til að þvinga dómstóla til að komast að niðurstöðu sem í anda hins tilbúna almenningsálits, óháð hinum texta laganna. En það er langt í frá að vera eina dæmið um að fjölmiðlar hafi reynt að hafa áhrif á dómstóla.  Morgunblaðið gekk ótrúlega langt þegar blaðið birti myndir af dómurum Hæstaréttar á forsíðu eftir að dómurinn hafði komist að niðurstöðu sem var blaðinu ekki að skapi. 

Sjá T24.is


Ríkir drengskapur í ríkisstjórn?

Ég skrifaði stutt opið bréf til Jóns Bjarnasonar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar óskaði ég eftir að hann svaraði tveimur spurningum.

Bréfið birtist einnig hér.


mbl.is Allir ráðherrarnir samþykktu kvótafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband