Hagsmunir Íslendinga vs. pólitískir hagsmunir Steingríms Jóhanns

Treystir ţú sitjandi ríkisstjórn til ađ gćta hagsmuna Íslands vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum? Nćr öruggt er ađ meirihluti landsmanna svarar spurningunni neitandi. Sporin hrćđa. En ţađ vćri einnig hćgt ađ spyrja: Hvort treystir ţú betur Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viđskiptaráđherra, eđa Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráđherra, til ađ gćta hagsmuna Íslands fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave? Hér skal fullyrt ađ mikill meirihluti mun velja Árna Pál og hafna ţví ađ Steingrímur Jóhann fái forrćđi yfir málsvörn Íslands. Íslendingar gleyma seint hvernig fjármálaráđherra hélt á málum í Icesave-deilunni međ ađstođ Svavars Gestssonar og Indriđa Ţorlákssonar.

Um ţađ verđur ekki deilt ađ barátta InDefence skipti sköpum í baráttunni gegn ţeim nauđungarsamningum sem ríkisstjórnin gerđi ítrekađ viđ Breta og Hollendinga. Ólafur Egilsson, einn liđsmanna InDefence-hópsins, segist hafa „gríđarlegar áhyggjur af ţví ađ ţetta mál lendi í höndum stjórnmálamanna sem hafi mikinn siđferđisvanda í málinu".

Í samtali viđ Vísi er Ólafur hreinskilinn:

„Ef viđ tökum sem dćmi Steingrím J. Sigfússon ţá er hann međ ţá stöđu í málinu ađ ţađ yrđi afar ţćgilegt fyrir hans pólitísku stöđu ađ ţetta mál fćri illa og yrđi kostnađarsamt fyrir íslensku ţjóđina. Hann hefur alla vega ekki mikinn hvata gagnvart sínum pólitíska ferli ađ reka ţetta mál međ hagsmuni ţjóđarinnar í forgrunni."

Ţađ er hreint magnađ ef ţađ reynist rétt ađ meirihluti ţingmanna, ţar međ taldir margir stjórnarţingmenn Samfylkingar og VG, treysti ekki fjármálaráđherra til ađ gćta hagsmuna Íslendinga í erfiđu deilumáli. Kannski er ţađ vegna ţess ađ ţeir eru sammála Ólafi Egilssyni um ađ Steingrímur J. Sigfússon hefur ekki „ekki mikinn hvata gagnvart sínum pólitíska ferli ađ reka ţetta mál međ hagsmuni ţjóđarinnar í forgrunni“.

Sjá nánar T24


mbl.is Vel haldiđ á Icesave-máli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband