Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Andúðin á Ólafi Ragnari er djúpstæð

Álfheiður Ingadóttir er einn lögerfingja Sósíalistaflokksins, sem síðar varð að Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins árið 1987 þvert gegn vilja gömlu sósíalistanna sem töldu sig eiga flokkinn. Í gömlu valdaklíkunni sem Ólafur Ragnar hrifsaði völdin af, var Ingi R. Helgason faðir Álfheiðar, fremstur meðal jafningja.

Ólafi Ragnari hefur aldrei verið fyrirgefið „valdaránið“ á Alþýðubandalaginu. Og enn hefur hann unnið sér til óhelgi með því að standa einarðlega með rétti landsmanna í Icesave-málinu. Það ætti því engum að koma á óvart að Álfheiði Ingadóttir líði illa að fara í heimsókn á Bessastaði á meðan húsbóndavaldið er í höndum Ólafs Ragnars.

Sjá T24


mbl.is Þiggur ekki heimboð forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL Group flaug hátt í Bandaríkjunum og nauðlenti

American Airlines tengist Íslandi töluverðum böndum. Þegar FL Group var í hæstu hæðum var ákveðið að félagið fjárfesti í bandaríska flugfélaginu. Um þessi kaup, sem urðu félaginu dýrkeypt, er fjallað í bókinni, Stoðir FL bresta, sem kom út árið 2008.

Rétt er af þessu tilefni að birta viðkomandi kafla úr bókinni:

Undir lok árs 2006 voru stjórnendur FL Group fullir sjálfstrausts og höfðu nokkra ástæðu til. Fjárfesting í hlutabréfum breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet hafði skilað félaginu miklum hagnaði sem félagið hafði innleyst. Salan á Icelandair gaf félaginu um 26 milljarða króna í hagnað.

Undir lok árs var greint frá því að FL Group hefði keypt 5,98% hlutafjár í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines. Með kaupunum varð FL þriðji stærsti hluthafinn í AMR. Í tilkynningu til Kauphallar var því haldið fram að FL Group hefði skapað sér nafn á evrópskum fjármálamörkuðum fyrir fjárfestingarstefnu sína. Bent var á að félagið hefði náð umtalsverðum árangri í fjárfestingum sínum á sviði flugrekstrar „þar með talið eru kaup á Sterling, stærsta lággjaldaflugfélagi á Norðurlöndum, og uppbygging 23% eignarhluta í Finnair“.

Yfirlýsing Hannesar Smárason í tilefni af kaupunum á hlutabréfum í AMR segir meira en flest annað um þá bjartsýni sem ríkti innan FL Group um framtíðina:

„Við höfum þá trú að AMR Corporation sé í mjög góðri stöðu til að nýta sér þann vöxt sem er í flugrekstri í Bandaríkjunum. Mun meira jafnvægi ríkir nú milli framboðs og eftirspurnar en áður var og okkar mat er að AMR Corp. sé í mjög sterkri stöðu til að nýta sér það, auk þess sem það á auðvelt með að afla sér aukatekna. Við teljum þetta mjög spennandi fjárfestingu fyrir FL Group.“

Ekki var langt á milli stórra högga en FL hélt áfram að kaupa hlutabréf í AMR og í febrúar var félagið orðið stærsti hluthafinn með 8,63% hlutafjár. Hannes Smárason sagðist vera bjarsýnn enda hafi verið „fylgst mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum“ og talið að „horfur AMR Corporation fyrir árið 2007 séu afar góðar“. FL hélt áfram að veðja á AMR því félagið jók hlut sinn á þriðja ársfjórðungi 2007 og var í lok september komið með 9,14% hlutafjár.

Gengi hlutabréfa AMR hafði hækkað töluvert frá ágúst 2006 og þegar sagt var fyrst frá fjárfestingu FL Group í bandaríska félaginu var gengi bréfanna rétt yfir 30 dollara á hlut.

Í ágúst var gengið innan við 20 dollara en fór hækkandi og fór upp í liðlega 34 dollara undir lok nóvember. Þá lækkaði gengið aftur en hækkaði á nýju ári. Hæst fór gengi bréfanna í 41 dollar um miðjan janúar 2007.

Flest benti til þess að fjárfestingin í AMR gæti skilað hluthöfum FL Group töluverðum ávinningi miðað við gengisþróunina fyrstu vikurnar eftir að tilkynnt var um kaupin. Þá kom fram að markaðsvirði eignarhluta FL (5,98%) væri ríflega 28 milljarðar króna. Í febrúar var fjárfesting FL Group í bandaríska félaginu um eða yfir 40 milljarðar króna, en þá fór að halla undan fæti og raunar hófst lækkunarferli hlutabréfa í AMR upp úr 12. febrúar. Segja má að hlutabréfin hafi verið í frjálsu falli allt fram til byrjun júlí 2008 þegar þau tóku að hækka lítillega þó gengið hafi sveiflast verulega líkt og gengi flestra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði.

Reynt að hafa áhrif

FL Group reyndi mjög að hafa áhrif á störf og stefnu AMR en í þá fáu mánuði sem félagið var þar hluthafi hafði það ekki erindi sem erfiði. Raunar virðist sem forráðamönnum FL Group hafi lítið orðið ágengt í viðleitni sinni að gerast umbreytingafjárfestar, eins og það er orðað. FL var valda- og áhrifalaust í nær öllum fyrirtækjum sem fjárfest var í á erlendri grundu. AMR var þar engin undantekning.

Undir lok september 2007 sendi Hannes Smárason formlegt bréf til stjórnar AMR þar sem hann hvatti stjórnendur fyrirtækisins til að selja vildarklúbb félagsins, en þar voru talin mikil verðmæti, og um leið að auka upplýsingagjöf til hluthafa. Tillögur Hannesar vöktu töluverða athygli og fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjölluðu um þær og töldu þær jákvæðar. AMR lét undan þrýstingi og lét þau boð út ganga 28. nóvember að félagið myndi selja American Eagle flugfélagið, sem var hluti af samsteypu félagsins. Stjórnendur AMR neituðu hins vegar að þeir væru að láta undan heldur hefði verið unnið að sölu á American Eagle í nokkrum tíma, en um miðjan október hafði stjórn AMR gefið út að hugað væri á sölu á ákveðnum einingum. Tveimur dögum eftir að AMR tilkynnti um fyrirhugaða sölu greindi FL Group frá því að féfl-american.jpglagið hefði selt stærsta hluta eignar sinnar í bandaríska félaginu með miklu fjárhagslegu tapi. Þá var lífróðurinn í FL hafinn.

Síðasta dag nóvember 2007 sendi FL Group út tilkynningu um að félagið hefði selt rúm 8% í AMR. Eftir söluna átti félagið 1,1% hlut en félagið hafði aukið hlut sinn í 9,14% á þriðja ársfjórðungi eins og áður segir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar sagði að sala bréfanna væri í „samræmi við stefnu FL Group að auka fjölbreytni eignasafns sína og mun félagið í kjölfarið skoða áhugaverð fjáfestingatækifæri á markaði“. Bent var á tillögur FL Group um hvernig auka mætti verðmæti AMR hefðu vakið athygli og umræðu í Bandaríkjunum:

„Umfjallanir greiningaraðila í Bandaríkjunum hafa að miklu leyti verið í samræmi við áherslur FL Group, sem telja falin tækifæri liggja í rekstri AMR. Hinsvegar hafa hlutabréf í félaginu lækkað umtalsvert á árinu en þá lækkun má að mestu skýra með mikilli hækkun olíuverðs og spám markaðsaðila um minni hagvöxt í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hráolíuverð í Bandaríkjunum hækkað um 60% á árinu.

Þrátt fyrir að jákvæð skref hafi verið stigin af hálfu stjórnar AMR til að auka virði hluthafa félagsins og jákvæða umræðu í Bandaríkjunum, telur FL Group að of mikil óvissa ríki um þau áform og hvenær þeim yrði hrint í framkvæmd. Auk þess eru blikur á lofti um áframhaldandi hækkun olíuverðs og hugsanlegan samdrátt í bandarísku efnahagslífi. Í því ljósi var það ákvörðun félagsins að selja megnið af hlut sínum í AMR og skoða aðra fjárfestingakosti á markaði í kjölfarið.“

Kaupin á hlutabréfum í AMR Corporation reyndust þungur baggi á FL Group. Þegar ákveðið var að selja langstærsta hluta bréfanna innan við ári eftir að tilkynnt var um fjárfestinguna í AMR, var gengi þeirra um 21 dollar á hlut. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 gjaldfærði FL Group um 13 milljarða króna vegna hlutabréfaeignarinnar í AMR en þrátt fyrir það varð tveggja milljarða tap á sölu 8% hlutabréfanna í lok nóvember. Heildartapið á AMR var því komið í 15 milljarða króna.

En þar með er sagan ekki öll því fyrir áramót 2007 seldi félagið þau hlutabréf sem eftir stóðu – 1,1%. Í ársreikningi fyrir 2007 kemur fram að FL Group átti ekki hlut í AMR í lok þess árs en ekki var formlega sagt frá því hvenær síðustu bréfin voru seld. Frá lokum nóvember til ársloka 2007 lækkuðu hlutabréf AMR um þriðjung í verði og var lokaverð þeirra 14,03 dollarar á hlut síðasta viðskiptadag ársins. Ætla má að sölutap FL á síðustu vikum ársins 2007 hafi verið um einn milljarður króna. Heildartap á fjárfestingunni í AMR var því um 16 milljarðar króna þegar upp er staðið. Hagstæð þróun íslensku krónunnar gagnvart dollar dró hins vegar töluvert úr bókhaldslegu tapi FL Group en dollarinn lækkaði um nær 14% gagnvart krónunni á árinu 2007. Á móti kemur að hér er fjármagnskostnaður ekki reiknaður inn.

Fullir bjartsýni nokkrum dögum fyrir fallið

Nokkrum vikum áður en FL Group neyddist til að selja meirihluta eignarinnar í AMR voru forráðamenn FL fullir bjartsýni um að fjárfestingin ætti eftir að reynast arðsöm.

Á fjárfestakynningu vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs sem haldin var 2. nóvember – aðeins 28 dögum áður en tilkynnt var um söluna á stærstum hluta eignarinnar í AMR – var reynt að sannfæra markaðsaðila um að mikil dulin verðmæti væru fólgin í bandaríska félaginu. Með sölu eigna AMR gæti verðmæti hlutabréfanna aukist um 70% frá þáverandi gengi sem var rétt undir 24 dollurum á hlut.

Forráðamenn FL töldu að með því að selja Aadvantage vildarklúbbinn væri hægt að auka markaðsverðmæti hluthafa AMR um 4,1 milljarð Bandaríkjadollara. Á fjárfestakynningunni var því haldið fram að verðmæti vildarklúbbsins væri um 6 milljarðar dollara en sala á klúbbnum hefði neikvæð áhrif á AMR sem næmi 1,9 milljörðum dala.

Niðurstaða: Markaðsverðmæti AMR gæti verið 10 milljarðar dollara en ekki um 5,9 milljarðar líkt og gengi bréfa félagsins á hlutabréfamarkaði benti til.

Innan veggja FL Group var því haldið fram að með sölunni á vildarklúbbnum ætti gengi hlutabréfa AMR að vera yfir 40 dollarar á hlut. Með öðrum orðum: Þrátt fyrir að gengi hlutabréfanna í AMR hefði lækkað um rúm 26% á fyrstu níu mánuðum ársins og gjaldfært gengistap væri um 13 milljarðar króna, væru dulin verðmæti sem gætu skilað FL Group miklum hagnaði.

Með einföldum útreikningi sést að forráðamenn FL Group létu sig dreyma um að raunverulegt verðmæti hlutabréfanna í AMR væri tæpir 53 milljarðar króna en ekki 31,2 milljarðar sem var bókfært markaðsvirði bréfanna í lok september. Þannig væri ekki aðeins gjaldfært tap unnið upp heldur nettóhagnaður um eða yfir 8,6 milljarðar króna.

Merkilegt er að enginn þeirra aðila sem gefa út sérstakar greiningar á fyrirtækjum skuli hafa bent á ofangreint. Með framsetningu forráðamanna FL Group á eignarhlutnum í AMR var í besta falli verið að búa til óraunhæfar væntingar og róa hluthafa en í versta falli var reynt að breiða yfir raunverulega stöðu félagsins eins og síðar kom á daginn.


mbl.is Hefur ekki áhrif á flugvélakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Jón Bjarnason fórnarlamb foringjaræðis?

Jón Bjarnason er fleinn í holdi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem hefur gert ótal tilraunir til að bola honum út úr ríkisstjórn. Til þess hefur hún notið óskoraðs stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, sem telja Jón vinna gegn því að draumur þeirra um Evrópusambandsaðild rætist. En andstæðingar Jóns eru einnig innan þingflokks Vinstri grænna.

Fram til þessa hefur forvígismönnum ríkisstjórnarinnar ekki tekist að koma Jóni frá enda hangir líf ríkisstjórnarinnar á bláþræði. Og Jóni verður vart fórnað að þessu sinni nema því aðeins að ríkisstjórnin sé búin að tryggja sér stuðning og/eða hlutleysi þingmanna sem standa utan ríkisstjórnarflokkanna.

Sjá T24


Ómerkileg brögð - ómerkilegir menn

Björn Bjarnason segir í dagbókarfærslu að aðförin að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, geti ekki lokið á annan veg en þann að Jóni hverfi úr ríkisstjórninni, ætli Jóhanna Sigurðardóttir að halda andlitinu. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon flokksformaður né Björn Valur Gíslason þingflokssformaður vilja lýsa yfir stuðningi við Jón.

Síðar skrifar Björn:

"Steingrímur J. og Björn Valur vilja þóknast Jóhönnu og ýta Jóni Bjarnasyni til hliðar svo að hann sé ekki þvælast fyrir í ESB-málum og ríkisstjórnin lifi áfram. Þeir vita hins vegar að ekki er unnt að standa að aðför að Jóni vegna ESB vegna kjósenda VG. Þá er valin sú leið að ráðast að honum vegna fiskveiðistjórnunarmála og vinnuskjals sem er í skoðun hjá tveimur ráðherrum. Ómerklileg brögð eru einkenni ómerkilegra manna eins og sannast enn í þessu máli."

Stikkfrí dómsvald?

si_asta_vornin_1123868.jpg

Skafti Harðarson telur að full þörf sé á stofnun sjálfstæðs félagsskapar áhugamanna um störf dómara, og niðurstöður dóma. Með því sé hægt að koma fram með rökstudda gagnrýni á dómsvaldið. Í Síðustu vörninni, er fyrirkomulag skipunar Hæstaréttardómara gagnrýnt og því haldið fram að rétturinn geti nánast valið sjálfur hverja hann fær í félagsskapinn. Í pistli á bloggsíðu sinni segir Skafti meðal annars um Síðustu vörnina:

"Hér sér um að ræða eins konar „sjálfskipun vitringanna”. Með þessu er komið í veg fyrir gagnrýni á réttinn frá öllum þeim sem helst skyldi, þ.e. fræðimönnum og lögspekingum sem eðli málsins samkvæmt gætu síðar orðið umsækjendur um starf dómara við Hæstarétt.

Það gleymist mörgum að Hæstiréttur gerði sitt ítrasta bæði 2003 og 2004 til að fá „sína” menn valda í dóminn, óháð því hvað telja mátti heppilegst fyrir dóminn sjálfan til að koma í veg fyrir einsleitni og kumpánlegt „kunningjasamfélag”. Óli Björn bendir á að í umsögn um umsækjendur árið 2003 taldi rétturinn mikilvægt að nýr dómari hefði málflutningsreynslu. En ráðherra skipaði mann sem hafði langa dómarareynslu, en hafði ekki sinnt málflutningi. Árið eftir var hins vegar ekki mikilvægt að halda þessu til streitu, enda sótti þá um Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður með mikla málflutningsreynslu, sem iðulega hafði verið gagnrýninn á ýmsa dóma Hæstaréttar.

Og ljúkum þessu á orðum Óla Björns um háttalag Hæstaréttar á þessum árum: „Augljóst er að Hæstiréttur gekk langt úr fyrir ákvæði laganna og reyndi með skipulegum hætti að velja dómara inn í réttinn. Það sætir furðu hversu litla umfjöllun þetta háttalag réttarins fékk. Fræðasamfélag lögmanna gaf þessu lítinn gaum annan en að verja umsagnir Hæstaréttar og flokkun hans á umsækjendum.”

Tillaga Óla Björns er að meirihluti Alþingis verði að samþykkja tillögu Innanríkisráðherra um skipun hæstaréttardómara, sem aftur byggir á meðmælum hæfnisnefndar. En sú nefnd á auðvitað ekki að vera skipuð að hluta, enn síður meirihluta, af sitjandi dómurum, eins og reyndin er í dag.

Full þörf er á stofnun sjálfstæðs félagsskapar áhugamanna um störf dómara, niðurstöðu dóma í mikilvægum málum, þar sem talsmaður slíks félags gæti komið fram með rökstudda gagnrýni. Í gegnum slíkt félag gætu lögmenn og fræðimenn á sviðinu komið gagnrýni á störf dómara án þess að telja það geta teflt eigin frama í tvísýnu eða skaðað hagsmuni skjólstæðinga þeirra. Bók Óla Björns er vonandi aðeins upphafið að rökstuddri gagnrýni um dómsvaldið sem hingað til hefur sloppið allt of vel við í kjölfar hrunsins – og fyrir það. Og að líkindum með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið."


Er þá ekkert að marka það sem áður var sagt?

Hringlandahátturinn og stefnuleysið heldur áfram við stjórn landsmála. 

Fyrir viku sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í tilefni af bréfi forstjóra Elkem til þingmanna:

„Það stendur ekki til að Ísland verði einhver skattaparadís fyrir mengandi starfsemi sem er orðin skattlögð alls staðar erlendis. Það er ekki það sem við viljum, er það?“

Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hélt Steingrímur því fram að aldrei hafi verið samið um að almennar skattabreytingar komi ekki við þessi fyrirtæki eins og önnur:

„Og fyndist mönnum það sanngjarnt ef að innlendu atvinnugreinarnar sem fyrir eru, öll umferðin, sjávarútvegurinn, aðrir slíkir sem nota mikið af jarðefnaeldsneyti, að þeir borgi kolefnisgjald en þessi iðnaður sé algjörlega laus við það?“

Framganga fjármálaráðherra eykur ekki tiltrú erlendra fjárfesta á Íslandi. Hér fara stjórnvöld fram í algjöru stefnuleysi og rekjast síðan undan. Það sem sagt var fyrir viku er gert merkingarlaust. Og innlendir og erlendir fjárfestar, sem og landsmenn allir hrista hausinn, og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að marka það sem sagt er í þessari viku.


mbl.is Hætt við hækkun kolefnisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnun til að sinna hagsmunum flokkanna

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra þar sem óskað er upplýsinga varðandi umfjöllun Ríkisútvarpsins um landsfundi flokkanna. Fyrirspurnin ber með sér að það fer fyrir brjóstið á fyrirspyrjanda að landsfundur Sjálfstæðisflokksins fékk mun meiri athygli en landsfundir annarra flokka. En fyrirspurnin sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn líta ekki á Ríkisútvarpið sem sjálfstæðan og hlutlausan miðil, hefur stofnun til að sinna hagsmunum flokkanna.

Sjá T24


Kominn tími á náðarstunguna

Gísli Baldvinsson er dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar og hefur oft gripið til varna fyrir ríkisstjórnina. En nú hefur hann fengið sig fullsadda. Í pistli á Eyjunni segir Gísli að ríkisstjórnin hafi þraukað eins og tarfur í nautaati en nú sé kominn tími á náðarstunguna.

Gísli rökstyður þessa niðurstöðu:

"x Innanríkisráðherra hefur ekkert samráð við þá ráðherra sem lagt var til á ríkisstjórnarfundi.
x Vantraust á sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra samþykkt í ríkisstjórn með því að taka af honum stórmál í hans ráðuneyti.
x Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra birtir drög sín á vefsíðu ráðuneytisins í blóra og óþökk samstarfsflokksins.
x Nokkrir þingmenn ásamt ráðherra Vg ætla á morgun að leggja fram óásættanlegt frumvarp um sölu fasteigna.
x Fyrirsjáanlegar eru deilur um einstök atriði fjárlaga – enda fjármálaráðherra lagt fram hugmyndir sem eru SF óásættanlegar."

Gísli segist geta talið upp fleiri atriði, en kýs að gera ekki. En hann geti "ekki annað en horft á ríkisstjórnina hrynja ásamt fylginu" enda eigi hann ekki sæti í flokksstofnunum Samfylkingarinnar:

"En sem almennur félagmaður er ég búinn að fá nóg."


Lögmál efnahagsmála gilda ekki á Íslandi

Þá hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri staðfest að almenn lögmál efnahagsmála gilda ekki á Íslandi. Samkvæmt frétt Mbl.is telur seðlabankastjóri að lægri stýrivextir hefðu ekki áhrif á fjárfestingarstig hér á landi. Í öðrum löndum er neikvætt samhengi á milli vaxta og fjárfestingar. Því lægri vextir því meiri fjárfesting, því hærri vextir því minni fjárfesting.

En það er allt öfugsnúið hér á landi.

Sjá T24


mbl.is Stýrivextir stjórna ekki fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teygt og sveigt

si_asta_vornin_1123793.jpgSkafti Harðarson skrifar pistil um bókina Síðasta vörnin, sem ábyrgðarmaður T24, skrifaði, en Bókafélagið Ugla gefur út. 

Skafti segir meðal annars:

"Óli Björn rekur með skýrum hætti hvernig héraðsdómur og Hæstiréttur virðist hafa teygt og sveigt túlkun laga og reglugerða ýmist til að réttlæta frávísun mála eða sýkna ákærðu í einstökum þáttum Baugsmálsins. Hann dregur réttilega þá ályktun af meðferð dómstóla á málinu að fordæmi hafi verið skapað fyrir ýmsa þá sérkennilegu fjármálagjörninga í viðskiptalífinu er síðar varð. Eins og þegar flugfélagið Sterling skipti ítrekað um hendur milli félaga sem stýrt var af tengdum aðilum. En fordæmi þess má finna í viðskiptum Jóns Ásgeirs með 10-11, sem af dómstólum voru talið lýsa „…viðskiptum sem kunni að hafa verið áhagstæð fyrir A hf. (Baug – innsk. höf.) en hagstæð ákærða.”. Þannig voru blessuð Sterling viðskiptin og önnur slík þar sem einstaka hlutahafa í almenningshlutafélögum voru að mata krókinn á kostnað almennra hluthafa ekki ólögleg, en kunna að hafa verið almenningshlutafélaginu óhagstæð! Ekki eru þeir margir sem eitthvað vit hafa á viðskiptum sem geta tekið undir með dómstólnum og talið þetta ekki fjársvik.

Og þá bendir Óli Björn á að dómstólar hafi ekki talið lög eða reglugerðir til þess standa að veita upplýsingar um lán Baugs til tengdra aðila eins og Gaums og Fjárfars og „Þannig varð það sjálfstæð ákvörðun stjórnenda og endurskoðenda að ákveða hvort rétt væri að gera sérstaklega grein fyrir skuldasöfnun á viðskiptareikningi upp á hundruð milljóna.”. Er ekki ljós að með þessu opnuðu dómstólar landsins flóðgáttir lána hlutafélaga til eigenda sinna og tengdra aðila? Í kjölfar þessa dóms jukust útlán banka og fjármálastofnana til hlutahafa fram úr öllu hófi. Og þau útlán veiktu íslensku bankana líklega meir en nokkuð annað.

Í uppgjörinu eftir hrun hafa dómstólarnir lítt eða ekki verið gagnrýndir. Bók Óla Björns er því þarft innlegg og kemur vonandi af stað umræðu um ábyrgð dómstólanna. Síðar verður um það fjallað hvernig það má vera að fræðasamfélagið virðist tregt til að gagnrýna dómstólana."


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband