Auðlindaskattur 14-faldast – hver íbúi á Rifi greiðir 1,4 milljónir króna

Auðlindaskattur eða veiðileyfagjald sem sjávarútvegurinn greiðir hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Fiskveiðiárið 2005/2006 nam það alls liðlega 649 milljónum króna. En þar með er sagan ekki öll sögð því sjávarútvegsráðherra stefnir að því að hækka auðlindaskattinn í 9,1 milljarð vegna fiskveiðiársins 2012/2013. Þetta þýðir að gjald sem sjávarútvegsfyrirtæki greiða verður 14 sinnum hærra en fiskveiðiárið 2005/2006.

Forvitnilegt er að finna út hvernig veiðileyfagjaldið skiptist eftir útgerðarstöðum þegar gjaldið hefur verið hækkað í 9,1 milljarð króna. T24 reiknaði út gjaldið og miðað var við að samsetning veiðiheimilda haldist óbreytt.

Samkvæmt þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar þessum útreikningi munu Vestmannaeyjar greiða yfir 1,2 milljarða króna sem jafngildir því að hver Eyjamaður greiði um 300 þúsund krónur. Reykjavík mun greiða liðlega 1,1 milljarð sem þýðir innan við 10 þúsund krónur á hvern Reykvíking. Fiskiskip með heimahöfn á Rifi munu greiða nær 212 milljónir króna eða tæpar 1,4 milljónir króna á hvern íbúa.

Sjá nánar á T24


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband