Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Ţess vegna skipta réttindi Geirs litlu

Alţingi samţykkti međ 33 atkvćđum gegn 30 ađ höfđa sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsćtisráđherra, 28. september síđastliđinn eđa fyrir liđlega tveimur mánuđum. Í tvö mánuđi hefur Geir ekki haft verjanda til ađ undirbúa vörn. Forseti landsdóms lagđist svo lágt ađ óska eftir áliti skipađs saksóknara á skipan verjanda fyrir Geir.

Ekki heyrist eitt orđ frá ţeim sem hafa gefiđ sig út fyrir ađ vera sérstakir talsmenn mannréttinda vegna ţessarar fráleitu framkomu. Mannréttindi sumra eru ekki jafn dýrmćt og mannréttindi annarra. Ragnar Ađalsteinsson, verjandi níumenningana svokölluđu sem gerđu innrás í Alţingishúsiđ, ţegir ţrátt fyrir ađ mannréttindi séu honum hjartfólgin. Eitthvađ hefđi Ragnar sagt ef skipan verjanda í máli níumenninganna hefđi veriđ borin undir saksóknara.Ögmundur Jónasson ráđherra mannréttinda, er ánćgđur í ţögn sinni, líkt og ađrir sem hćst tala í ţingsal um mannréttindi.

Hugmyndir manna sem ađhyllast pólitískan rétttrúnađ mótast af ţví hvađa réttindi veriđ er ađ verja og fyrir hverja. Ţannig er hiđ nýja Ísland sem er mótađ af norrćnni velferđ, jafnrétti og gagnsći. Geir Haarde er hćgri mađur - sjálfstćđismađur og ţess vegna skipta réttindi hans litlu.


mbl.is Ákvörđun um verjanda í dag eđa á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enska tekur völdin

Mér er ţađ óskiljanlegt af hverju forráđamenn íslenskra fyrirtćkja telja ađ ţađ sé betri leiđ til árangurs ađ birta auglýsingar á ensku en ekki á íslensku. Ţá er ţađ hulin ráđgáta hvers vegna fjölmiđlar, sem hafa reynt ađ leggja rćkt viđ gott íslenskt mál, skuli taka ţađ ađ sér ađ birta auglýsingar á ensku. 

Á mbl.is er auglýsingaborđi í haus ţar sem vakin er athygli á kostum Nikon ljósmyndavéla. Fyrirsögnin er: I am your best winter deal.nikon

Ég átta mig ekki á ţví hvort ţađ er leti, kćruleysi eđa hreint virđingarleysi fyrir íslenskum neytendum ađ birta auglýsingu á ensku. Eitt er víst ađ auglýsandinn hefur enga tilfinningu fyrir ţví sem er íslenskt.

Međ sama hćtti ţótt mér ţađ miđur ţegar Guđlaug Kristjánsdóttir, formađur BHM, taldi rétt ađ birta grein í Fréttablađinu fyrir skömmu ţar sem fyrirsögnin var á ensku. Efni greinarinnar skiptir engu.

 


Ekki treysta stjórnmálamönnum!

Nigel Farage ţingmađur Sjálfstćđisflokks Bretlands á Evrópuţinginu er međ skýr skilabođ til Íslendinga: Ekki treysta stjórnmálamönnum og ekki fórna landhelginni. Ţetta voru skilabođin í stuttri rćđu sem hann flutti í júlí síđastliđnum.

Nigel er umdeildur en frábćr rćđumađur og illa hćgt ađ vera ósammála honum ađ ţessu sinni.

 


Stefnuleysi kallar á trúnađ

Ég hef góđan skilning á ţví ađ Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra fari fram á ţađ viđ fulltrúa stjórnarandstöđunnar gćti trúnađar. Ţađ er aldrei mikilvćgara fyrir ríkisstjórn ađ trúnađur ríki en ţegar ekki er vitađ hvert skuli stefna. Stjórnarandstađan á ađ verđa viđ ósk Jóhönnu enda ljóst ađ ákvörđun um stefnuna verđur tekin um eđa eftir helgi. Kannski ekki nćstu helgi en samt um eđa eftir helgi. Svo hefur ţađ veriđ frá 1. febrúar 2009 og gefist vel!
mbl.is Trúnađur um ţađ sem ekkert er?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórn gagnsćis hlýtur ađ opna skjalageymslur

Merkilegur pistill hjá Styrmi Gunnarssyni, en vert er ađ benda á niđurlagiđ ţar sem hann beinir sjónum sínum ađ íslensku utanríkisţjónustunni. Styrmir segir orđrétt:

"Líka um sendiráđ Íslands í öđrum löndum. Ţađ verđur t.d. fróđlegt ađ sjá, ţegar fram líđa stundir hvers konar upplýsingar starfsmenn sendiráđa Íslands í öđrum löndum eđa utanríkisráđuneytisins hér hafa veitt fulltrúum annarra ríkja um afstöđu Íslendinga til ESB-umsóknarinnar ţessa mánuđi og misseri.

Kannski Wikileaks geti séđ um ţađ!"

Engin pólitísk sátt er um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. En orđ Styrmis vekja upp ţá áleitnu spurningu hvort ekki sé rétt ađ ríkisstjórn gagnsćis - ţar sem allt á ađ upp á borđum -  hafi frumkvćđi ađ ţví ađ birta öll skjöl um samskipti íslensku utanríkisţjónustunnar viđ erlend ríki vegna ađildarumsóknarinnar. En vćri ţađ ekki í stíl viđ annađ ađ landsmenn ţurfi ađ treysta á Wikileaks til ađ hin "opna stjórnsýsla" Jóhönnu Sigurđardóttur fái ađ njóta sín?

 


mbl.is Hćfileikalítiđ sendiráđsfólk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

160 atkvćđi á frambjóđenda

Engu skiptir hvađa mćlikvarđi er notađur. Kjörsókn á laugardaginn var skelfileg. Rétt um 36% kjósenda lögđu leiđ sína á kjörstađ til ađ velja fulltrúa á stjórnlagaţing. Samkvćmt nýjustu tölum kusu 83.576 af 227.656 kjósendum. Ţađ ţýđir ađ  rúmlega 144 ţúsund sátu heima.

Ég hef veriđ á móti ţví ađ bođa til stjórnlagaţings en ćtla ekki ađ rekja ţćr ástćđur hér. Hitt er svo annađ ađ ég hef ţađ sem reglu ađ taka ţátt í kosningum og ţađ gerđi ég á laugardaginn og kaus tíu frambjóđendur.

Nú er byrjađ ađ leita skýringa á lélegri ţátttöku. Ég sé ađ sumir frambjóđendur og ađdáendur stjórnlagaţingsins kenna fjölmiđlum og jafnvel Háskóla Íslands um ađ hafa brugđist. Sjálfstćđisflokkurinn fćr einnig skammir. En af hverju líta ţeir frambjóđendur sem skammast út fjölmiđla eđa ađra ađila, ekki í eigin barm. Alls buđu 522 sig fram til setu á stjórnlagaţingi. Ađ međaltali "skilađi" hver frambjóđandi 160 kjósendum á kjörstađ. Varla telst ţađ góđur árangur í kosningum. 
mbl.is Úrslit kynnt annađ kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Furđulegar hugmyndir Árna Páls

Hćstiréttur komst ađ ţeirri eđlilegu niđurstöđu í dómi, sem kveđinn var upp síđastliđinn fimmtudag, ađ ekki sé hćgt ađ ganga gegn stjórnarskrá – ekki einu sinni Alţingi geti stađiđ ađ lagasetningu sem gengur í berhögg viđ ákvćđi stjórnarskrár. Árni Páll Árnason, viđskipta- og efnahagsráđherra átti erfitt um tal í viđtali viđ Ríkissjónvarpiđ. Viđbrögđ ráđherrans eru ekki ađeins fráleit heldur vekja ţau alvarlegar spurningar um hugmyndir ráđherrans um stjórnarskrá lýđveldisins.

Dómur Hćstaréttar snérist um ábyrgđarmenn. Á síđasta ári fékk kona greiđsluađlögun og voru allar samningskröfur gefnar eftir. Sparisjóđur Vestmannaeyja taldi hins vegar ađ ábyrgđ ábyrgđarmannanna vćri ekki fallin niđur og höfđađi mál á hendur ţeim ţegar ţeir neituđu ađ greiđa. Hćstiréttur segir ađ kröfuréttur sparisjóđsins á hendur ábyrgđarmönnunum njóti verndar eignarréttarákvćđis stjórnarskrárinnar og ţau réttindi verđi ekki skert án bóta međ afturvirkri íţyngjandi löggjöf.

Í dómsorđi Hćstaréttar segir međal annars:

Međ 3. mgr. 9. gr.  laga nr. 32/2009, sbr. 12. gr. laganna, var kveđiđ á um brottfall ábyrgđa, sem til hafđi veriđ stofnađ fyrir gildistöku ţeirra, án tillits til ţess hver greiđslugeta ábyrgđarmanna vćri. Verđur međ vísan til forsendna hérađsdóms stađfest sú niđurstađa hans ađ kröfuréttur stefnda á hendur áfrýjendum sem sjálfskuldarábyrgđarmönnum skuldabréfsins njóti verndar 72. gr. stjórnarskrár og ađ ţau réttindi verđi ekki skert án bóta međ afturvirkri íţyngjandi löggjöf á ţann hátt sem ađ framan var lýst. 

Stjórnarskráin er skýr ţegar kemur ađ eignarréttinum en í 72. grein segir:  

Eignarrétturinn er friđhelgur. Engan má skylda til ađ láta af hendi eign sína nema almenningsţörf krefji. Ţarf til ţess lagafyrirmćli og komi fullt verđ fyrir.

Međ lögum má takmarka rétt erlendra ađila til ađ eiga fasteignaréttindi eđa hlut í atvinnufyrirtćki hér á landi.

Árni Páll Árnason er lögfrćđingur ađ mennt. Í stađ ţess ađ bregđast viđ dómi Hćstaréttar af hógvćrđ og lýsa ţví yfir ađ hann muni beita sér fyrir ađ lögum verđi breytt svo ţau gangi ekki gegn stjórnarskrá, hnýtir hann í Hćstarétt. Orđrétt sagđi Árni Páll í viđtali viđ Ríkissjónvarpiđ:

Ţessi dómur veldur vonbrigđum. Ţađ er ljóst á honum ađ Hćstiréttur metur meira bókstafsskilning á eignarréttarvernd kröfuhafa en vernd einkalífs og heimilis eignalauss fólks.

Síđan bćtti ráđherrann, líkt og hann sći örlítiđ ađ sér, ađ nú skipti miklu ađ menn meti dóminn af yfirvegun.

Er nema furđa ađ margir landsmenn telji rétt ađ endurskođa stjórnarskránna ţar sem ekki sé fariđ eftir henni? Viđhorf Árna Páls Árnasonar ýta undir viđhorf af ţessu tagi. Virđing ráđamanna fyrir stjórnarskrárvörđum réttindum er ekki mikil. En stjórnarskráin stendur ágćtlega fyrir sínu ef Hćstiréttur heldur áfram vakandi varđstöđu sinni og ef viđhorfum viđskipta- og efnahagsráđherra, er hafnađ af öllum almenningi.Og hvađ?

Ég er ekki viss um ađ Oddný Harđardóttir sé međ ţađ á hreinu hvađ stefna ríkisstjórnarinnar ţýđir, - hvađ ţá ađ hún átti sig á ţeirri einföldu stađreynd ađ veriđ er draga úr möguleikum okkar til hagvaxtar.  Samverkamenn hennar innan VG eru á móti hagvexti og telja hann af hinu illa, eins og Svandís Svavarsdóttir, lýsti yfir um helgina. Ţví miđur er hćgt ađ draga í efa skilning Oddnýjar og margra stjórnarţingmanna á samhengi hlutanna - samhengi á milli skatta og atvinnulífs, hagvaxtar og ríkisfjármála.

En eitt veit ég, eftir ađ hafa kynnst hinum nýja formanni fjárlaganefndar, ađ hún er hrein og bein. Tćkifćri framsóknarmanna, sjálfstćđismanna og meirihluta ţingmanna Samfylkingarinnar, liggja í ţví ađ taka höndum saman og umbylta fjárlagafrumvarpi komandi árs, sem felur feigđina í sér. Oddný býr yfir ţeiri skynsemi ađ taka höndum saman viđ ţá sem hafa réttar hugmyndir.

 

 

 

Oddný G. Harđardóttir, ţingmađur Samfylkingarinnar og formađur fjárlaganefndar Alţingi, sagđi á Alţingi ađ endurmeta ţyrfti forsendur fjárlagafrumvarpsins í ljósi nýrrar ţjóđhagsspár sem Hagstofan birti í morgun.

Oddný sagđi, ađ unniđ verđi eftir efnahagsáćtluninni, sem lögđ var fram í júní í fyrra, sem gerđi ráđ fyrir frumjöfnuđi áriđ 2011.

Oddný sagđi ljóst, ađ endurskođa ţurfi tekjuhliđ fjárlaga nćsta árs. Hún benti ţó á ađ ýmsir ţćttir nýju hagspárinnar vćru jákvćđar og allar hagspár, sem birst hafa ađ undanförnu, gerđu ráđ fyrir hagvexti á nćsta ári sem sýndi, ađ Íslendingar séu á leiđ út úr kreppunni. Ţá fari verđbólgan áfram minnkandi og ađstćđur séu ţví ađ skapast fyrir frekari lćkkun vaxta. 

 


mbl.is Ţarf ađ endurmeta forsendur fjárlaganna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samstarf viđ VG kemur ekki til greina

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins, hefur lengi fćrt rök fyrir ţví ađ skynsamlegt sé fyrir land og ţjóđ ađ sjálfstćđismenn og vinstri grćnir taki höndum saman viđ endurreisn efnahagslífsins. Hann á sér skođanabrćđur jafnt innan Sjálfstćđisflokksins og VG.

Ég var einn ţeirra sem gćldi viđ ţá hugmynd ađ "sögulegar pólitískar sćttir" milli flokkanna vćru ţjóđinni fyrir bestu á erfiđum tímum. Kom ţar tvennt til. Annars vegar sú sannfćring ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, vćri langt frá ţví ađ ná tökum á ţeim verkefnum sem nauđsynlegt er ađ sinna, ţvert á móti. Stefnan stjórnarinnar hefur aukiđ erfiđleikana og dýpkađ kreppuna, enda fjandsamleg gagnvart atvinnulífinu og í baráttu gegn millistéttinni sem er veriđ ađ útrýma međ álögum. Hins vegar hef ég sannfćrst um ţađ á síđustu misserum ađ útilokađ sé ađ eiga samstarf viđ Samfylkinguna međ ţá forystu sem ţar stendur í brúnni.

Í pistli á Evrópuvaktinni skrifar Styrmir ágćtan pistil ţar sem hann veltir ţví fyrir sér hvort hćgt sé ađ byggja upp traust á milli Sjálfstćđisflokksins og Vinstri grćnna. Tilefniđ er fundur flokksráđs síđarnefnda flokksins um helgina, en augljóst er ađ djúpstćtt "hatur" er međal margra vinstri grćnna í garđ Sjálfstćđisflokksins. Styrmir hefur ákveđna samúđ međ ţeim enda sé söguleg skýring á "hatrinu:

"Ţessi afstađa til Sjálfstćđisflokksins á sér auđvitađ djúpar rćtur. Kalt stríđ í hálfa öld skilur eftir sig spor. Og í ljósi ţess, ađ stjórnmálahreyfing vinstri manna beiđ hvern ósigurinn á fćtur öđrum í átökum viđ Sjálfstćđisflokkinn á ţeim tíma er auđvelt ađ skilja, ađ forystumenn ţeirrar hreyfingar séu tilbúnir til ađ ganga býsna langt til ađ halda ţeim völdum, sem hruniđ fćrđi ţeim í hendur."

Styrmir er sannfćrđur um ađ brúa verđi gjánna milli VG og Sjálfstćđisflokksins:

"Ţjóđin ţarf líka á samstöđu ađ halda nú en margt bendir til ađ gjáin á milli ólíkra stjórnmálaafla sé breiđari en veriđ hefur lengi. Ţađ eitt háir allri framţróun. Fátt er mikilvćgara í stjórnmálum okkar nú en byggja upp traust á milli Vinstri grćnna og Sjálfstćđisflokksins."

Hugmyndin er ţví miđur í besta falli rómantísk en óraunhćf. Ţađ er útilokađ fyrir hćgri menn ađ ná samkomulagi viđ ţann sem telur ađ kapítalisminn sé af hinu vonda, vegna ţess ađ hann gerir ráđ fyrir endalausum hagvexti. Talsmenn frjálsra viđskipta geta og mega aldrei gefa eftir gagnvart ţeim sem trúa ţví ađ ekki sé hćgt ađ sćkja fram og auka velferđ til framtíđar, en hagvöxtur er auđvitađ forsenda aukinnar velmegunar. Ţjóđfélag án hagvaxtar er ţjóđfélag stöđnunar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráđherra er baráttukona stöđnunar - gegn hagvexti og velmegun.

Mér er ţađ einnig óskiljanlegt hvernig ţingmenn Sjálfstćđisflokksins myndu ađ réttlćta ţađ ađ taka upp samstarf viđ Steingrím J. Sigfússon og Atla Gíslason eftir framgöngu hans í landsdómsmálinu. Slíkt sýndi ađeins geđleysi. Í stjórnmálum felur ţađ feigđina í sér.

Ţađ kann ađ vera ađ meirihluti fylgismanna vinstri grćnna og meirihluti sjálfstćđismanna eigi samleiđ í afstöđunni til ađildar ađ Evrópusambandinu. En sú brúarsmíđin sem Styrmir Gunnarsson leggur til verđur ekki unnin međ ţetta eina mál sem verkfćri. 

 


Hugsjónir á spottprís

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráđherra lýsti ţví yfir á flokksráđsfundi Vinstri grćnna í gćrkvöldi, ađ brýnt sé ađ halda Sjálfstćđisflokknum frá völdum. Samkvćmt frétt á Vísir.is kyrjar Árni Ţór Sigurđsson ţingmađur undir.

Ţađ er merkilegt ef ţađ er yfirlýst markmiđ stjórnmálaflokks ađ halda öđrum flokki utan ríkisstjórnar eins lengi og hćgt er. Til ađ ná ţessu markmiđi sínu er ekkert heilagt. Hugsjónir eru settar á uppbođstorg stjórnmálanna og ţćr seldar á spottprís. Í hatursherferđ gegn Sjálfstćđisflokknum voru Svandís Svavarsdóttir, Árni Ţór Sigurđsson og ađrir ţingmenn vinstri grćnna tilbúnir til ađ svíkja loforđ sem kjósendum voru gefin.   

Mikiđ hefđi nú veriđ ánćgjulegra ađ heyra fréttir um hvađ Svandís Svavarsdóttir vill gera í atvinnumálum landsmanna í stađ ţess ađ lýsa ţví yfir ađ kapítalismi, sem gerir ráđ fyrir endalausum hagvexti, leiđi mannkyniđ til glötunar. Ég veit ađ Suđurnesjamenn hefđu haft áhuga á slíkum fréttum og Ţingeyingar einnig. Raunar allir landsmenn. En eitt er ljóst; Svandís vill koma í veg fyrir ađ Sjálfstćđisflokkurinn komist í ríkisstjórn og ţar međ hlýtur atvinnumálum ţjóđarinnar ađ vera borgiđ.

Árni Ţór Sigurđsson, sem er orđinn sérstakur sendisveinn Evrópusambandsins hér á Íslandi, er skelfingu lostinn. Í rćđu á flokksráđsfundinum sagđi hann, samkvćmt frásögn Vísis:

"Baneitrađir armar kolkrabbans eru enn víđa í samfélaginu. Látum ţá ekki eitra meira og ná yfirhöndinni á ný. Viđ vitum hvađan ţeim er stjórnađ."

Auđvitađ mega ţessir eitruđu armar ekki ná yfirhöndinni á ný. Slíkt gćti komiđ í veg fyrir ađ Steingrími J. Sigfússyni tćkist ađ semja viđ Breta og Hollendinga um Icesave. Slíkt gćti sett allt ađlögunarferliđ ađ Evrópusambandinu í uppnám. En verst af öllu er hugsanlegt ađ hjól atvinnulífsins tćkju ađ snúast á ný, sem er í andstöđu viđ grunnhugmyndir umhverfisráđherra, sem lítur á hagvöxt sem afkćmi hins illa. 

En kannski er ţetta allt innantómt hjal sem ekki ber ađ taka mark á ekki frekar en stefnuyfirlýsingu vinstri grćnna ţar sem segir međal annars:

"Samskipti viđ Evrópusambandiđ ber ađ ţróa í átt til samninga um viđskipti og samvinnu, m.a. á sviđi menntamála, vinnumarkađsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af ađild Íslands ađ Evrópusambandinu réttlćtir ekki frekara framsal á ákvörđunarrétti um málefni íslensku ţjóđarinnar og er ađild ađ Evrópusambandinu ţví hafnađ. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtćkja eru í alltof ríkum mćli drifkraftar Evrópusamrunans, miđstýring, skrifrćđi og skortur á lýđrćđi einkennir stofnanir ţess um of."

Hugsjónin um ađ halda Sjálfstćđisflokknum frá ríkisstjórn verđur ađ líkindum til sölu fyrir spottprís líkt og andstađan viđ Evrópusambandiđ. Vandi vinstri grćnna er auđvitađ sá ađ kaupandinn verđur ekki til stađar.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband