Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Guđi sé lof fyrir kapítalistana

Kolbrún Bergţórsdóttir blađamađur gefur lítiđ fyrir viđbrögđ Jóhönnu Sigurđardóttur og Katrínar Júlíusdóttur á gagnrýni Samtaka atvinnulífsins [SA] á störf ríkisstjórnarinnar. Ţćr stöllur hafi svarađ gagnrýninni af miklum ţótta og sakađ SA um ađ ganga veg stjórnarandstöđunnar.

Kolbrún bendir Jóhönnu og Katrínu á ađ horfa yfir ríkisstjórnarborđiđ á Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason, sem sýni "gríđarlegan persónulegan metnađ í ţví ađ stöđva nćr allar uppbyggilegar hugmyndir sem fram koma um eflingu atvinnulífs og innlendar og erlendar fjárfestingar".

Sjá T24


Kolröng forgangsröđun leiđir til upplausnar í löggćslu

Stađan er ţessi: Löggćslan er í uppnámi. Landhelgisgćslan hefur ekki haldiđ úti varđskipi á Íslandsmiđum í marga mánuđi. Ögmundur Jónasson innanríkisráđherra er á ráđstefnu í Mexíkó um vegamál. Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra virđist ráđţrota og segir ađ hćgt sé ađ rćđa öryggismál lögreglumanna en ekki launahćkkanir.

Viđ getum endalaust deilt um hlutverk ríkisins. Viđ erum ekki sammála um nauđsyn ţess ađ ríkiđ reki fjölmiđil, styrki listamenn, reisi tónlistarhús og reki góđa sinfóníuhljómsveit. Viđ getum jafnvel tekist á um ţađ hvort og ţá međ hvađa hćtti ríkiđ eigi ađ reka skóla og heilbrigđisţjónustu. Viđ rifumst um hvort nauđsynlegt sé ađ ríkiđ búi til flókiđ eftirlitskerfi međ atvinnulífinu og banni góđgerđasamtökum ađ baka kökur og kleinur til ađ selja. En um eitt eru viđ öll sammála: Ríkiđ skal tryggja innra og ytra öryggi borgaranna. Grunnhlutverk ríkisins er ađ halda uppi lögum og reglu.

Sjá T24

Orđ án athafna - undirskrift án efnda

Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra, er sár og svekkt viđ Samtök atvinnulífsins [SA]. Samkvćmt skilgreiningu er öll gagnrýni á hennar störf ósanngjörn. Rćđa Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, á fundi síđastliđinn mánudag fór mjög í taugarnar á forsćtisráđherra. Ţar sagđi Vilmundur međal annars:

"Ţví miđur hefur ríkisstjórn hvorki sýnt vilja né getu til ađ fylgja eftir og efna eigin yfirlýsingar. Samtök atvinnulífsins geta ekki treyst orđum hennar né skriflegum yfirlýsingum enda  virđist ţar allt á sömu bókina lćrt.

Orđ án athafna - undirskrift án efnda."

Sjá T24


... pay before shipment

Kostnađurinn vegna hryđjuverkalaganna er enn ađ hlađast upp en Guđlaugur Ţór birtir sérstaklega athyglisverđ bréfaskipti forráđamanns íslensks fyrirtćkisins viđ danskt fyrirtćki. Hiđ íslenska og danska fyrirtćki hafa átt viđskipti í áratugi, en danska fyrirtćkiđ lokađi á viđskipti nema gegn stađgreiđslu eftir ađ Bretar beittu hryđjuverkalögunum.

Fyrir helgina var send fyrirspurn til danska fyrirtćkisins um hvort ekki vćrt hćgt ađ snúa til baka og hćtta stađgreiđsluviđskiptum. Ţessu var svarađ.

Sjá T24


Lítil saga af gjaldeyrishöftum

Gjaldeyrishöftin kalla á ađ Stóri bróđir sé sívakandi. Már Guđmundsson seđlabankastjóri hefur tekiđ ađ sér ţađ hlutverk líkt og fyrir liđlega 30 árum, ţegar starfsmenn Seđlabankans fóru yfir kortayfirlit ţeirra útvöldu sem fengu ađ nota greiđslukort. Andlit eftirlitsins birtist sem ýmsum hćtti og kostnađurinn fellur á almenning og fyrirtćki.

Félagi minn átti 300 evrur inn á bankareikningi og hugđist taka ţćr út, ţar sem eiginkonan var ađ fara til útlanda. Í bankanum var honum sagt ađ til ţess ađ taka út evrurnar, sem voru í hans eigu, yrđi hann ađ framvísa flugfarseđli. Hann ţurfti ţví ađ fara aftur heim og lagđi leiđ sína aftur í bankann daginn eftir međ farseđilinn. En ţar međ voru vandrćđin ekki ađ baki:

"Ţá komst ég ađ ţví ađ ég gćti ekki tekiđ gjaldeyri útaf mínum eigin gjaldeyrisreikning, heldur ţyrfti ég ađ selja evrur af EUR reikningnum og millifćra inná almennan tékkareikning. Ţessi millifćrsla var gerđ á almennu kaupgengi bankans eđa 159,83. Ég ţurfti svo ađ millifćra andvirđiđ yfir á tékkareikning í íslenskum krónum og kaupa svo 300 evrur af bankanum á genginu 163,47.

Sjá T24 


Kattasmölun í Danaveldi

Svo kann ađ fara ađ hćgt verđi ađ flytja út íslenskt "hugvit" til Danmerkur.  Í sjálfu sér á ţađ ekki ađ koma á óvart enda höfum viđ Íslendingar flutt hugvit til Danmerkur og annarra landa í mörg ár. En möguleikarnir nú eru á nýju sviđi - á sviđi stjórnmála og kćnsku. Slíkt hefđi veriđ taliđ óhugsandi fyrir nokkrum vikum, hvađ ţá árum.

 Sjá T24


mbl.is Árni Páll: Helle er hugmyndarík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćtt ađ sjónvarpa frá Alţingi

Á síđustu dögum hafa a.m.k. ţrír málsmetandi einstaklingar skrifađ um Alţingi og virđingu ţess. Styrmir Gunnarsson telur nauđsynlegt ađ senda ţingmenn á námskeiđ í mannasiđum. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, gagnrýnir skítlegt eđli íslenskra stjórnmála og Hallgrímur Sveinsson bókaútgefandi hefur áhyggjur af litlu trausti ţjóđarinnar á Alţingi.

Í bréfi til Morgunblađsins segir Hallgrímur ađ sennilega sé "fátt meira áríđandi á Íslandi ţessa dagana en Alţingi Íslendinga álykti ađ láta hćtta beinum sjónvarpsútsendingum frá ţingfundum".

Sjá T24


mbl.is „Ţetta er algjörlega óţolandi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég er ekki ađ hnýta í forsetarćfilinn

Ţegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti lýđveldisins komst á détante milli hans og ga_lafur_ragnar_grimsson.jpgmla flokkseigendafélags Alţýđubandalagsins, sem áđur var undir stjórn Svavars Gestssonar en Steingrímur J. Sigfússon leiđir nú. Áralangar erjur voru settar til hliđar en ekki gleymdar. Svavar og Steingrímur J. hafa aldrei gleymt ţví ţegar Ólafur Ragnar náđi ađ setja ţá til hliđar ţegar hann var kjörinn formađur Alţýđubandalagsins áriđ 1987.

Hiđ kalda stríđ milli Ólafs Ragnars og flokkseigendafélagsins, sem nú stjórnar Vinstri grćnum, kólnađi verulega ţegar forsetinn hafnađi Icesave-lögunum í tvígang og landsmenn fengu tćkifćri til ađ hafna lögunum í ţjóđaratkvćđgreiđslum. En undanfarna daga hefur hiđ kalda stríđ ţróast í fullkomin hernađarleg pólitísk átök.

Sjá T24 


Allt gert til ađ fela tapiđ

Mikiđ hlýtur ţađ ađ vera gaman fyrir ţá einkaađila sem eftir eru á markađi hjólbarđa, ađ vita af ţví ađ Framtakssjóđurinn skuli setja fé í keppinautinn. Ţađ er ţá bara endurtekning á ţví ţegar N1 hafđi ótakmarkađan ađgang ađ lánsfé og ákvađ ađ reyna ađ hrekja öll sjálfstćđ hjólbarđaverkstćđi út af markađinum.

Sjá T24


mbl.is Framtakssjóđur kaupir hlut í N1
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flokkseigendafélag VG í hernađi gegn Agnesi

urklippa-gu_fri_ur.jpg

Stuđningsmenn Steingríms J. Sigfússonar hafa fylgt ţeirri reglu ađ best sé ađ kasta rýrđ á sendibođann - skjótann hann ef hćgt er. Agnes Bragadóttir fer greinilega illa í Steingríms-arminn og ţví er reynt ađ gera ţađ ađ ađalmáli ađ hún hafi skrifađ fréttaskýringar Morgunblađsins. "Ţótt Agnes hnerri er ekki ástćđa til ţess ađ ţingheimur allur leggist í pest," sagđi Álfheiđur Ingadóttir á Alţingi í liđinni viku. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráđherra sagđist ekki hafa tíma til ţess ađ lesa Moggann. Flokkseigendafélagiđ er komiđ í baráttu viđ Agnesi Bragadóttur á sama tíma og almennir flokksmenn VG vilja fá skýr svör frá Steingrími J. Sigfússyni.  

Sjá T24


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband