Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Framsóknarmenn skrapa upp atkvæði
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Framsóknarmenn eru farnir að búa sig undir alþingiskosningar. Þeir ætla sér að "skrapa" upp atkvæði. Ég hef oft heyrt og séð boð frá stjórnmálaflokkum þar sem flokksmenn eru hvattir til að fiska eða veiða atkvæði og tryggja að "okkar" fólk mæti á kjörstað. En áminning Framsóknarflokksins um að nú skuli "skrapa" atkvæði er nýtt.
Á heimasíðu Framsóknarflokksins er frétt undir fyrirsögninni: Verum viðbúin kosningum á næsta ári. Þar er vitnað til gildandi laga um kosningar og síðan segir:
"Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að vera viðbúnir kosningum á næsta ári og skrapa upp öll þau atkvæði sem vilja sjá betra Ísland á grunni samvinnu og jafnaðar."
Einbeittur (brota)vilji ríkisstjórnar gegn atvinnulífinu
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Nýjasta tilraun ríkisstjórnarinnar til að hemja atvinnulífið er kolefnisgjald á rafskaut í orkufrekum iðnaði, sem fjármálaráðherra lætur sig dreyma um.
Áform Jóhönnu og Steingríms J. um kolefnisgjald er skýrt brot á samningum við fyrirtækin en markmiðið var að starfsskilyrði fyrirtækjanna yrði almennt ekki verri en í Evrópu.
Þorgerður Katrín verði fyrsti flutningsmaður
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fengu mikið og gott veganesti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Flokksmenn um allt land munu fylgjast áhugasamir með þegar þingmennirnir koma stefnumálum flokksins á framfæri á Alþingi allt frá róttækum tillögum um lausn á vanda heimilanna til niðurfellingar á nefskatti Ríkisútvarpsins, frá lækkun skatta til utanríkismála.
Það er ekki aðeins eðlilegt heldur nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi á næstu dögum fram þingsályktunartillögu þar sem utanríkisráðherra er falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Eðlilegt er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem hefur verið hliðhollt Evrópusambandinu, sé fyrsti flutningsmaður.
Depurð brostinna vona
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Hinir sanntrúuðu Evrópusambandssinnar í Samfylkingunni urðu fyrir miklum vonbrigðum með landsfund Sjálfstæðisflokksins. Vonir þeirra að sjálfstæðismenn færu af fundi klofnir rættust ekki. Lítill minnihluti sjálfstæðismanna hefur áhuga á aðild ESB en þeir hafa misst alla trú á að þær viðræður sem standa yfir undir forystu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, skili landi og þjóð nokkru. Til þess skorti pólitíska forystu.
Í depurð brostinna vona skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars á vefsíðu sína:
"Sjálfstæðismenn koma giska stefnulausir í Evrópumálum af landsfundi helgarinnar. Þeir vilja hvorki slíta viðræðum, né halda þeim áfram. Hvorki ganga aftur, né fram. Og líkar best að tvístíga."
Millistétt í vanda
Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Eitt hefur sagan kennt: Forsenda velmegunar hvers þjóðfélags er sterk millistétt, sem er drifkraftur efnahagslegra framfara. Öflug millistétt ber uppi samfélagslega þjónustu og er uppspretta fjármuna sem beint og óbeint standa undir þjóðfélaginu.
Karl Sigfússon verkfræðingur skrifar merkilegan pistil í Fréttablaðið í dag sem lýsir því vel hversu illa hefur tekist til og hversu mikil ósanngirni hefur fengið að ráða för. Lesningin er hrollvekjandi.
Skattkerfi á að vera einfalt
Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Til einföldunar er oft sagt að hægri menn berjist fyrir sem lægstu sköttum en vinstri menn fyrir ríkisafskiptum. Þetta er ekki verri skilgreining á hægri og vinstri en hver önnur. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að líklegast verði það deilumál í stjórnmálum hversu háir skattar eigi að vera. Í pistli á Pressunni segir Guðlaugur Þór að það ætti hins vegar ekki að vera deilumál að hafa einfalt og auðskilið skattkerfi:
Sjá T24Tap talið jákvæð rekstrarniðurstaða
Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Ekki verður annað séð en að það sé fullkomlega eðlilega hjá Þjóðskrá að miða við byggingarkostnað. En mikið myndi það nú létta rekstur margra fasteignafélaga hér á landi ef fasteignagjöld væru miðuð við notkunarverðmæti, enda standa fjölmargar eignir ónotaðar. Og ekki væri verra fyrir margar fjölskyldur að fá að greiða fasteignagjöldin af íbúðum sínum eftir notkunarverðmæti. Notkunarverðmæti íbúða hlýtur að vera svipað óháð staðsetningu.
Kærir fasteignamatið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um 59 þúsund fjölskyldur með skuldir umfram eignir
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Árið 2008 voru liðlega 25 þúsund fjölskyldur með neikvætt eigið fé skuldir voru hærri en eignir. Árið 2011 voru 59 þúsund fjölskyldur með skuldir umfram eignir. Fjölskyldum með neikvæða stöðu fjölgaði því um nær 34 þúsund á fjórum árum. Á sama tíma fækkaði fjölskyldum sem áttu eignir umfram skuldir um 10 þúsund.
Menn geta deilt um það hvort og þá hversu mikið svigrúm er fyrir hendi til að lækka skuldir heimilanna. En það þarf ekki mikinn skilning á hagfræði að átta sig á því að til framtíðar felst lausnin fyrst og fremst í því að auka atvinnu og kaupmátt. Án þess er hætta á að allar aðgerðir í skuldamálum verði marklausar og til lítils þegar til lengri tíma er litið.
Guðmundur Andri: Jóhanna eltir en leiðir ekki
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Samfylkingum líður illa. Þeir hafa og munu aldrei eignast sinn Davíð Oddsson. Þess vegna eru þeir uppteknir af Davíð og skilgreina flest í íslenskum stjórnmálum út frá Davíð Oddssyni þó sex ár séu frá því að hann steig út af sviði stjórnmálanna.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og dyggur samfylkingur skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um formannskjör í Sjálfstæðisflokknum.
Snýst ekki aðeins um formannskjör
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í komandi viku. Eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins, hefur kastljós fjölmiðla beinst að baráttu milli þeirra tveggja. Slíkt er kannski eðlilegt en landsfundarfulltrúa bíða fleiri verkefni. Þeir þurfa að ræða fjölmargar tillögur að ályktunum og jafnvel takast á um orðalag þeirra. Landsfundur markar stefnu Sjálfstæðisflokksins og því skipa ályktanir miklu. Formaður sem hefur ekki skýra stefnumörkun landsfundar verður veikur formaður.