Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Allt í loft upp - en hver er jólakötturinn?
Fimmtudagur, 1. desember 2011
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur saman í stuttan pistil ástandið á stjórnarheimilinu. Með pistlinum fylgir síðan myndin sem er hér til hliðar.
"Forsætisráðherra skammast út í innanríkisráðherra fyrir skort á samráði við aðra ráðherra.Forsætisráðherra og fjármálaráðherra skammast útí sjávarútvegráðherra fyrir skort á samráði.
Iðnaðarráðherra segir fjármálaráðherra hafa farið fram úr sjálfum sér við skattlagningu stóriðju.
Nokkrir þingmenn Samfylkingar ganga af göflunum vegna ákvarðana innanríkisráðherra.
Þingflokksformaður Vg lýsir yfir vantrausti á flokksbróður sinn - sjávarútvegsráðherrann
Nokkrir þingmenn Vg og innanríkisráðherra ætla að leggja fram frumvarp til að hindra fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi.
Forsætisráðherra og nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar mótmæla áherslum Vg um takmarkanir á fjárfestingum útlendinga á Íslandi.
Áform innanríkisráðherra um byggingu fangelsis eru brotin á bak aftur af þingmönnum Samfylkingarinnar. Deilur standa milli stjórnarþingmanna um einstök atriði fjárlaga.
Aðgerðir fjármálaráðherra og ríkisstjórnar varðandi fjárhaglega fyrirgreiðslu til fjármálafyrirtækjanna VBS, Saga og Askar að fjárhæð um 50 ma. kr. sæta rannsókn.
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina eins og kettina hafa níu líf. Villikettirnir Atli,Lilja og Ásmundur voru hraktir úr Vg.
Verður Jón Bjarnason jólakötturinn í ár?"
Lífeyrissjóðir skattlagðir en áróður ekki
Fimmtudagur, 1. desember 2011
Viðskiptablaðið vekur athygli á því að ríkisstjórnin ætli að skattleggja lífeyrissjóðina sérstaklega á komandi ári. Alls er þeim ætlað að greiða 2,8 milljarða króna í sérstakan eignaskatt og er það til viðbótar við nýjan fjársýsluskatt. Skatturinn á að fjármagna vaxtaniðurgreiðslur.
Lífeyrissjóðir almennra launamanna hafa neyðst til að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga vegna lélegrar ávöxtunar og ljóst er að ekki batnar staðan þegar sérstakur eignaskattur bætist við. Um síðustu áramót námu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs um 345 milljöðrum króna. Á endanum munu skattgreiðendur þurfa að standa skil á þeim skuldbindingum með einum eða öðrum hætti. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa ekki verið skert líkt og réttindi almennra launamanna.
En á sama tíma og verið er að skattleggja lífeyrir launamanna hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera sérstaka undanþágu á lögum um skatta, þannig að áróðursherferð fyrir aðild að Evrópusambandinu, sem undanþegin sköttum og gjöldum.
Auðmenn geta flúið land vegna ofsköttunar ríkisstjórnarinnar, en almennir launamenn geta ekki tekið til fótanna og komið lífeyrisréttindum sínum í skjól.
Forgangsröðun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra er að minnsta kosti skýr að þessu leyti.Auðmenn flýja auðlegðarskattinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |