Lífeyrissjóðir skattlagðir en áróður ekki

Viðskiptablaðið vekur athygli á því að ríkisstjórnin ætli að skattleggja lífeyrissjóðina sérstaklega á komandi ári. Alls er þeim ætlað að greiða 2,8 milljarða króna í sérstakan eignaskatt og er það til viðbótar við nýjan fjársýsluskatt. Skatturinn á að fjármagna vaxtaniðurgreiðslur.

Lífeyrissjóðir almennra launamanna hafa neyðst til að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga vegna lélegrar ávöxtunar og ljóst er að ekki batnar staðan þegar sérstakur eignaskattur bætist við. Um síðustu áramót námu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs um 345 milljöðrum króna. Á endanum munu skattgreiðendur þurfa að standa skil á þeim skuldbindingum með einum eða öðrum hætti. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa ekki verið skert líkt og réttindi almennra launamanna.

En á sama tíma og verið er að skattleggja lífeyrir launamanna hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera sérstaka undanþágu á lögum um skatta, þannig að áróðursherferð fyrir aðild að Evrópusambandinu, sem undanþegin sköttum og gjöldum. 

Auðmenn geta flúið land vegna ofsköttunar ríkisstjórnarinnar, en almennir launamenn geta ekki tekið til fótanna og komið lífeyrisréttindum sínum í skjól.

Forgangsröðun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra er að minnsta kosti skýr að þessu leyti.
mbl.is Auðmenn flýja auðlegðarskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband