Ómerkileg brögð - ómerkilegir menn

Björn Bjarnason segir í dagbókarfærslu að aðförin að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, geti ekki lokið á annan veg en þann að Jóni hverfi úr ríkisstjórninni, ætli Jóhanna Sigurðardóttir að halda andlitinu. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon flokksformaður né Björn Valur Gíslason þingflokssformaður vilja lýsa yfir stuðningi við Jón.

Síðar skrifar Björn:

"Steingrímur J. og Björn Valur vilja þóknast Jóhönnu og ýta Jóni Bjarnasyni til hliðar svo að hann sé ekki þvælast fyrir í ESB-málum og ríkisstjórnin lifi áfram. Þeir vita hins vegar að ekki er unnt að standa að aðför að Jóni vegna ESB vegna kjósenda VG. Þá er valin sú leið að ráðast að honum vegna fiskveiðistjórnunarmála og vinnuskjals sem er í skoðun hjá tveimur ráðherrum. Ómerklileg brögð eru einkenni ómerkilegra manna eins og sannast enn í þessu máli."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband