Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Valkostum vinstri manna fjölgar

Guðmundur Steingrímsson hefur biðlað til þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Samkvæmt skoðanakönnunum eru tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins þeirrar skoðunar að klára eigi viðræðurnar, sem eru komnar í ógöngur undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. 

Ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, er að Guðmundi verði að ósk sinni. Hins vegar er valkostum vinstri manna að fjölga.

Sjá T24


Fyrir hvað stendur Guðmundur Steingrímsson?

Fyrir áhugamenn um stjórnmál er erfitt og jafnvel útilokað að átta sig á því fyrir hvað Guðmundur Steingrímsson stendur í stjórnmálum. Störf hans á Alþingi hjálpa ekki.gu_mundur_steingrimsson.jpg

Fyrir stjórnmálamann sem stefnir að stofnun nýs stjórnmálaflokks er annað hvort eða hvort tveggja nauðsynlegt: Hann verður að hafa skýra hugmyndafræði og stefnu og hann verður að hafa meiri kjörþokka en almennt gerist.

Ekki er með nokkru móti hægt að draga nokkra ályktun um pólitíska hugmyndafræði Guðmundar, ef litið er til þeirra mála sem hann hefur haft forystu um eftir að hann settist á þing 2009. Í þeim efnum er hann óskrifað blað. 

Sjá T24 


Leigupennar fyrir vondan málstað

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ESB-sinnar leiti allra leiða til að rýra trúverðugleika íslensks landbúnaðar. Lögð sé "mikil vinna í að búa til fréttir þess efnis að_smundur_einar_da_ason_1105868.jpg kjötskortur sé í landinu og að þeir sem starfi við matvælaframleiðslu séu ógn við íslenskt samfélag". Í grein í Morgunblaðinu heldur Ásmundur Einar því fram að ekkert sé til sparað í áróðri gegn landbúnaðinum; "fjármagn frá gömlum útrásarvíkingum gegnum innlenda fjölmiðla og ótakmarkaðir styrkir frá Brussel".

Sjá T24


Magnúsi Orra líður illa

Magnúsi Orra Schram, þingmanni Samfylkingarinnar, líður illa. Eftir því sem mánuðirnir verða fleiri eykst vanlíðan þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem eru í hjarta sínu á móti samsteypustjórnmagnus_orri.jpg Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Hvernig má annað vera? Enginn sem skilur nauðsyn þess að efla einkaframtakið, takmarka skattheimtu og ganga hreint til verks, getur í hjarta sínu stutt ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Vandi Magnúsar Orra er hins vegar sá að hann hefur ekki pólitískan kjark til að segja hingað og ekki lengra. Hann er í góðum hópi þingmanna Samfylkingarinnar sem helst vilja vera í stjórnarandstöðu, en þora ekki.

Sjá T24 


Af hverju kætist Eyjan ekki?

Eyjan.is fer hamförum í dag. Samkvæmt vefmiðlinum er helsta fréttaefni dagsins það að einhverjirutklippa-eyjan.jpg hafi sagt úr Framsóknarflokknum vegna skrifa Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Formaður telur rétt að draga aðildarumsókn að Evrópusambandi til baka. 

Af hverju kætist Eyjan ekki?

Sjá T24 


Í ellefu ár hefur Jóhanna lítið gert

bla_aurklippa-johanna.jpg

Jóhanna Sigurðardóttir birti grein í Morgunblaðinu um verðtryggingu 2. nóvember 1996. Greinin sem bar yfirskriftina; Ísland eina landið í heiminum sem verðtryggir skuldir heimilanna, hófst á eftirfarandi orðum:

„Ríkisstjórnin telur að sívaxandi skuldir heimilanna séu merki um að heimilin eyði um efni fram. Ríkisstjórnin talar minna um að heimilin í landinu eru oft neydd til að taka lán til að eiga til hnífs og skeiðar frá degi til dags og fyrir gluggaumslögunum frá lánastofnunum vegna skulda sem sífellt vefja upp á sig. Ríkisstjórnin talar heldur ekki um hvernig verndarstefnan og ofurtollar í landbúnaði, sem heimilin eiga enga sök á, hafa aukið skuldir heimilanna.“

Þessi 15 ára gamla lýsing Jóhönnu gæti alveg eins lýst ástandinu í dag, - hálfu þriðja ári eftir að hún tók við stjórnartaumunum sem forsætisráðherra. Jóhanna hefur verið ráðherra í ellefu ár frá árinu 1987, sem félagsmálaráðherra og nú síðustu ár sem forsætisráðherra. Verðtryggingin er enn til staðar.

Sjá T24


Lýst eftir Jóhönnu

bla_aurklippa-gjg.jpg

Guðmundur Jón Guðmundsson, kennari er ekki hress með hversu talsmenn ríkisstjórnarinnar eru lélegir að svara fyrir sig. Hann segist "áreiðanlega ekki einn um það að hafa ofboðið hvernig ríkisstjórnin hefur látið pólitíska pörupilta komast upp með að afbaka og úthrópa nær allar gerðir sínar án þess að svara fyrir sig". Í grein í Fréttablaðinu segir Guðmundur Jón að það geti haft ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar að "grípa ekki til gagnaðgerða og svara bullinu með málefnalegum hætti." Hann segir Ögmund Jónasson vera undantekningu.

Hér verður ekki gerð efnisleg athugasemd við skrif Guðmundar Jóns en niðurlag greinarinnar vekur athygli:

"Að lokum tvær spurningar. Getur einhver upplýst mig um hver sé forsætisráðherra á Íslandi og hvar sú manneskja heldur sig?"

 Er nema von að spurt sé?

Már á að víkja - Seðlabankinn segir skilið við raunveruleikann

mar_gu_mundsson.jpg

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur endanlega sagt skilið við raunveruleikann. Ákvörðun um að hækka vexti er galin og röksemdir bankans fyrir hækkun benda til þess að þar á bæ skilja menn ekki þau vandamál sem við er að glíma í íslensku efnahagslífi.  Hugmyndin um að Seðlabankinn geti unnið gegn kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta er til marks um það að Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræður ekki við verkefnið. Í öllum eðlilegum einkafyrirtækjum er ljóst hvað myndi gerast þegar svo er komið: Annað hvort áttar viðkomandi sig á því að hann hefur tekið að sér starf sem hann ræður ekki við og segir upp störfum eða að eigendur segja honum upp - reka hann fyrir vanhæfni.

Sjá T24


Egill afskrifar Árna Pál og Dag

Egill Helgason hefur afskrifað Árna Pál Árnason og Dag B. Eggertsson sem framtíðarleiðtoga egill_helgason.jpgSamfylkingarinnar. Egill telur að á landsfundi í haust verði Jóhanna Sigurðardóttir klöppuð upp sem formaður - flokksmenn eigi ekki aðra kosti.

Sjá T24 


Jónas Kristjánsson gefst upp

jonas_kristjansson.jpgRáðherrar ríkisstjórnarinnar voru á flótta undan blaða- og fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær.

Illugi Jökulsson segist ekki hafa kosið stjórnmálamenn til að vera á flótta undan fréttamönnum.

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er hins vegar búinn að fá sig fullsaddan. Hann er búinn að gefast upp á ríkisstjórninni.

Sjá T24


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband