Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Smitaðist Steingrímur J. í Noregi?
Mánudagur, 12. september 2011
Getur það verið að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, hafi smitast af alvarlegri veiki í Noregi? Valdhroka.
Þingmenn VG börðust við vindmillur Steingríms J.
Fimmtudagur, 8. september 2011
Eftir fréttaskýringu Morgunblaðsins er ljóst að margir félagar í VG eiga ýmislegt ótalað við Steingrím J. Sigfússon. Það virðist a.m.k. ljóst að flokksráðsfundir VG sem ályktuðu um nauðsyn þess að rannsaka málið allt, hafi hitt naglann á höfuðið. Spurningin er hins vegar sú hvort Steingrímur J. hafi reist vindmillur svo félagar hans gætu barist við þær með svipuðum árangri og Don Quixote
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
Ég er í mótsögn við mig sjálfan
Miðvikudagur, 7. september 2011
Vegna þessa var ég einn þeirra sem fagnaði þegar fréttir bárust af því að kínverskur athafnamaður hefði áhuga á að kaupa jörð á Íslandi og fjárfesta í ferðaþjónustu fyrir tugi milljarða króna í uppbyggingu.
Déjà vu Sjálfstæðisflokksins
Þriðjudagur, 6. september 2011
Á undanförnum misserum hefur sá er hér skrifar hvatt til þess í ræðu og riti að Sjálfstæðisflokkurinn gangi í gegnum endurnýjun lífdaga
Fyrir 34 árum hélt Eyjólfur Konráð Jónsson [Eykon] ræðu á Varðarfundi og fyrir sjálfstæðismenn er ræðan eins konar Déjà vu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook
Gömul loforð rifjuð upp
Föstudagur, 2. september 2011
Enn og aftur lofar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þúsundum nýrra starfa. Nú lofar hún 7.000 nýjum störfum um allt land auk fjöldra afleiddra starfa. Þetta er stærra loforð en oftast áður.
Af þessu tilefni er vert að rifja upp fyrri loforð forsætisráðherra.
Í mars síðastliðnum taldi Jóhanna að bjart væri yfir en í umræðum á Alþingi utan dagskrár um atvinnumál sagði forsætisráðherra að 2.200-2.300 ársverk yrðu sköpuð fljótlega.
Í lok október á síðasta ári var Jóhanna Sigurðardóttir enn bjartsýnni og talaði um 3-5 þúsund ný störf á nýju ári [2011] og hagvöxtur skyldi verða 3-5%.
Í ávarpi á Viðskiptaþingi í mars 2009 sagði Jóhanna:"Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til margvíslegra aðgerða til þess að styrkja vinnumarkaðinn og atvinnulífið í landinu. Nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6.000 ársverk, þar af munu verða til um 2.000 störf í orkufrekum iðnaði, svo fátt eitt sé nefnt."
Jóhanna Sigurðardóttir var á svipuðum nótum í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl 2009:
"Ég vil vinna með ykkur að framgangi áætlunar stjórnvalda 6.000 störf sem allar forsendur eru fyrir. Stærstur hluti þessara starfa mun verða til á almennum vinnumarkaði."
Á bak við loforð um þúsundir starfa hefur öll ríkisstjórnin staðið eins og kom t.d. fram í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar í mars 2009 þar sem sagði meðal annars:"Ríkisstjórnin fjallaði á ríkisstjórnarfundi sínum í morgun um tillögur Stýrihóps ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í atvinnumálum til þess að sporna gegn atvinnuleysi. Samþykkt var að vinna að framgangi ellefu tillagna sem gætu skapað ríflega 4000 ársverka á næstu misserum."
7 þúsund ný störf í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spunakarlar hálfsannleika og ósanninda
Föstudagur, 2. september 2011
Eitt skýrasta merki þess að menn séu komnir í rökþrot og ógöngur, er þegar gripið er til hálfsannleika og hreinna ósanninda. Spunakarlar hafa lengi trúað því að sé nægilega lengi hamrað á einhverju fari almenningur, - hægt og bítandi - að trúa ósannindavaðlinum.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið í vanlíðan sinni að skipa sér í flokk spunakarla sem vinna eftir þeirri meginreglu að hafa skuli það sem betur hljómar. Í annað skipti á tæpum tveimur vikum hefur Magnús Orri ákveðið að fara á ritvöllinn með staðlausa stafi fyrst 22. ágúst í Fréttablaðinu og síðan 2. september í Morgunblaðinu.
Sjá T24Tapið á Sjóvá 4,3 milljarðar
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Ekki verður annað séð en að Seðlabanki Íslands sé kominn í talnaleiki. Tilgangurinn getur aðeins verið sá einn að blekkja almenning og gera sem minnst úr stórkostlegu tapi á Sjóvá.
Talnaleikur Seðlabankans er ótrúlegur. Til að rugla almenning er heildarvirði tryggingafélagsins framreiknað miðað við kaupréttargengi á 21% sem ESÍ á enn og er hærra en kaupgengi þeirra hlutabréfa sem þegar hafa verið seld. Verði kaupréttur nýttur er heildarvirði Sjóvár 11,8 milljarðar. Gefið er til kynna að tap bankans á Sjóvá-sölunni sé 1,6 milljarðar króna, (þ.e. 11,6 10). Staðreyndin er auðvitað allt önnur. Tapið er a.m.k. 4,3 milljarðar króna.
Sjóvá verðlögð á rúmlega 10 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur ræðst á AGS
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fer hörðum orðum um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn [AGS] í pistli á vefsíðu sinni. Hann segir að AGS og fulltrúar hans hafi fyrst og fremst verið að "passa upp á hagsmuni alþjóðafjármálakerfisins og innræta tilhlýðilega virðingu fyrir því í gjörðum íslenskra stjórnvalda". Ráðherrann fagnar brotthvarfi sjóðsins og segist vona að arfleifð hans festist ekki í sálarlífi þjóðarinnar.
Guðbjörn afskrifar Guðmund
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Raddir í VG lamaðar
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á morgun föstuda. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur er ekki vongóð. Hún heldur því fram að umræður séu í skötulíki og krafan um "stuðning við stjórnina" sé búin að lama "margar góðar raddir".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook