Á réttri leið en ekki fagna

Sjálfstæðismenn geta glaðst yfir niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem leiðir í ljós að liðlega 43% þeirra sem afstöðu taka styðja flokkinn. En það væri rangt og óskynsamlegt að fagna, því enn er mikið verk óunnið.

Aðeins tæp 54% af 800 einstaklingum gefa upp afstöðu sína í könnun Fréttablaðsins. Vegna þessa er mikil óvissa um niðurstöðuna um fylgi stjórnmálaflokkanna. Könnunin bendir til þess að enn er mikil ótrú á stjórnmálaflokkunum. 

Verkefni stjórnmálaflokkanna og þá ekki síst Sjálfstæðisflokksins er að leita skýringa á því af hverju 46 af hverjum 100 kjósendum virðast ekki bera traust til þeirra. 

Tækifærin eru vissulega til staðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig væri annað hægt í stjórnarandstöðu með verklausa og sundurlausa ríkisstjórn. En til að nýta tækifærin verða sjálfstæðismenn að tala með skýrum, afgerandi og trúverðugum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurnýja trúnaðarsamband sitt við samtök launþega og við atvinnurekendur. En fyrst og fremst þarf flokkurinn að endurnýja sáttmála við millistéttina og við sjálfstæðu atvinnurekendurna sem hafa lagt allt sitt undir. Slíkur sáttmáli er forsenda nýrrar sóknar flokksins. Á þessa einföldu staðreynd benti ég í pistli 1. desember á liðnu ári og sagði meðal annars:

"Sjálfstæðisflokkurinn gaf Íslendingum ákveðin loforð og flokkurinn verður að viðurkenna í fullkominni hreinskilni, að í hraða nýrrar aldar og í sjálfumgleði velgengninnar, misstu menn á stundum sjónar á því sem mestu skiptir og er rist í steintöflur sjálfstæðisstefnunnar."


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband