Samfylkingin hefur ekki afhent ársreikninga
Þriðjudagur, 18. janúar 2011
Eftir allt talið um gegnsæi og alla baráttuna fyrir að opna reikninga stjórnmálaflokkanna hefur Jóhanna Sigurðardóttir ekki enn afhent Ríkisendurskoðun, reikninga Samfylkingarinnar. Hún mun örugglega kenna einhverjum um þetta og tala um mistök.
Fyrirsögnin á þessari frétt Morgunblaðsins er ekki sú sem hún ætti að vera. Það eru engar sérstakar fréttir að VG skuldi miklar fjárhæðir, þó auðvitað sé það áhyggjumál að flokkur fjármálaráðherra sé háður lánardrottnum. Í prentútgáfu Moggans segir að enn vanti reikninga Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Með hliðsjón af sögunni og öllu því sem Jóhanna hefur sagt og sakað aðra stjórnmálaflokka um, ætti fréttin að snúast um þá staðreynd að Samfylkingin hefur ekki skilað sínum reikningum.
Skuldir VG miklar eftir 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook