Eru þau í Heimsýn?

Átökin innan Vinstri grænna taka á sig margar myndir. Guðmundur Andri Thorsson, samfylkingarpenni, blandaði sér í deilurnar í grein í Fréttablaðinu 10. janúar síðastliðinn. Þar réðist hann á þremenninganna, Ásmund Einar, Lilju og Atla.

Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöðum, er ekki sérstaklega hrifinn af stílbrögðum Guðmundar Andra. Þórarinn segir að Guðmundi Andra "finnst augljóslega brýnt, eins og ýmsum fleiri mannvitsbrekkum úr fjölmiðlaflóru höfuðborgarinnar að koma höggi á "afdaladrenginn" Ásmund Einar Daðason, alþingismann". Síðan segir Þórarinn:

"Bersýnilega kannast Guðmundur Andri við stílbragð Njáluhöfundar. Hann telur upp meinta samherja Ásmundar Einars og ekki er fríður flokkurinn, maður minn; Jón Valur Jensson, Páll Vilhjálmsson, Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson!! Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru hins vegar ekki samherjar Ásmundar Einars. (Skyldu þau vera félagar í Heimssýn?) Ég les það á milli línanna að þau séu hins vegar samherjar Guðmundar Andra Thorssonar enda mun geðþekkari hópur en Jón Valur Jensson og co.

Mér er spurn. Er þetta það sem fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu kalla svo ákaft eftir og nefna "upplýsta umræðu"? eða "að lyfta umræðunni á hærra plan". Ef við viljum temja okkur "rökræður" af þessu tagi getum við sem best haldið áfram og talið upp nokkra liðsmenn Guðmundar Andra Thorssonar. Við gætum t.d. byrjað á því að nafngreina nokkra "útrásarvíkinga" sem ólmir vildu/vilja inn í Evrópusambandið. Nokkrir fyrrverandi bankastjórar myndu ekki óprýða flokkinn né heldur helstu eigendur og aðstandendur Fréttablaðsins. Og svo framvegis."

Hér er fast skotið á Guðmund Andra en ekki síður á Steingrím J. Sigfússon, Árna Þór Sigurðsson, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur, með því að velta upp þeirri spurningu hvort þau séu félagar í Heimsýn. Með stuttri setningu innan sviga, gefur Þórarinn það í skyn að forystumenn Vinstri grænna séu í raun ekki andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hér er komin ein helsta skýringin á þeim djúpstæðu deilum sem eru innan VG. Almennir félagsmenn um land allt trúa því að forystumenn flokksins séu í raun "laumu"-Evrópusinnar.


mbl.is Átök í VG ekki í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband