Þetta snýst um líf ríkisstjórnarinnar

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG á tvo kosti og hvorugan góðan. Hann getur annars vegar haldið áfram og stutt yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum eða hins vegar breytt um stefnu og krafist þess að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Velji Steingrímur fyrri kostinn er vandséð hvernig komist verður hjá klofningi meðal vinstri grænna. Andstaðan við aðild er svo djúpstæð meðal fylgismanna VG, áhrifamanna innan flokksins og einstakra þingmanna, að hún verður aldrei gefin eftir. Friður verður aldrei innan VG haldi ríkisstjórnin óbreyttri stefnu. Það er því rétt sem Hjörleifur Guttormsson hefur haldið fram að forsenda þess að vinstri grænir haldi styrk sínum til frambúðar er að flokkurinn standi við stefnu sína í Evrópumálum.

Ef Steingrímur velur síðari kostinn á Jóhanna Sigurðardóttir ekki um annað að velja en að slíta samstarfinu við vinstri græna. Hún og Samfylkingin í heild, hafa sett of mikið undir í Evrópumálunum til að kyngja því að breytt verði um stefnu. Ekki verður séð að hægt sé að mynda aðra ríkisstjórn og því verða kosningar óhjákvæmilegar. Fyrsta hreina vinstri stjórnin leggur þar með upp laupana.

Steingrímur glímir því við það sem á enska tungu er kallað catch-22. Hann er í pólitískri sjálfheldu.


mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband