Ögmundur í vondri stöðu

Því verður ekki trúað að Ögmundur Jónasson greiði ekki atkvæði með því að nýjum Icesave-samningi verði vísað í þjóðaratkvæði. Ekki keypti hann ráðherrastólinn fyrir samvisku sína og skoðanir?

Annars er staða Ögmundar í þingflokki Vinstri grænna óviss eftir að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sögðu sig frá fjárlagafrumvarpinu og lýstu með því vantrausti á fjármálarstjórn ríkisins og þar með á fjármálaráðherra. Þau þrjú hafa verið nánir samherjar Ögmundar og þá sérstaklega þeir tveir síðarnefndu, í órólegu deildinni. Ekki verður annað séð en að andstaða þeirra hafi veikt stöðu Ögmundar a.m.k. í ríkisstjórninni. Baklandið er hægt og bítandi að segja skilið við þingflokk Vinstri grænna.

Þess vegna vaknar sú spurning hvort Ögmundur sé hægt og bítandi að hrekjast út í horn Steingríms J. Sigfússonar og þess vegna sé hann ekki tilbúinn til að taka einarða afstöðu með því að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um Icesave. Þess vegna talar hann með þeim óljósa hætti sem hann gerir.


mbl.is „Samþykktum að málið færi til þingsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband