Vantraust á Steingrím J.

Þegar þrír stjórnarþingmenn neita að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar eru þeir í raun að segja sig úr lögum við stjórnina. Þeir eru um leið að lýsa yfir vantrausti á stjórn ríkisfjármála og þar með á fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon segist ekki ætla að mæla með því að nokkrum verði vísað úr þingflokki vinstri grænna enda er ekkert í lögum flokksins sem leyfir slíkt. Þegar hann var spurður um stöðu þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar innan þingflokks Vinstri grænna, eftir að hafa neitað að styðja fjárlagafrumvarpið svaraði Steingrímur:

"Það er auðvitað fyrst og fremst þeirra að svara hvernig þau telji sína stöðu nú vera gagnvart ríkisstjórninni eða okkur sem þingflokki."

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar og sérstakur fulltrúi Steingríms J. segir á heimasíðu sinni að þrímenningarnir verði að útskýra afstöðu sína gagnvart kjósendum og félögum sínum í vinstri grænum:

"Slík framganga stjórnarliða á sér ekki fordæmi og vekur upp spurningar um styrk ríkisstjórnarinnar á einum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins."

Kannski er Lilja Mósesdóttir búinn að svara þeim Steingrími og Birni Val á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún segir: 

"Spurning hverjum er sætt í þingflokknum - þeim sem fylgja eftir vilja félaga sinna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins."


mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband