Lítill friður á stjórnarheimilinu

Ekki virðist vera mikill friður á stjórnarheimilinu. Steingrímur J. Sigfússon neitar því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað stjórnarslitum ef Vinstri grænir styddu ekki Icesave-samningana á liðnu ári. Jóhanna Sigurðardóttir neitar einnig en Ögmundur Jónasson segir að rétt skuli vera rétt; stjórnarslitum hafi verið hótað.

Í fréttum RÚV furðar Ögmundur Jónasson sig á neitun þeirra Steingríms og Jóhönnu enda eigi öllum að vera ljóst að hvers vegna hann gekk út úr ríkisstjórn á liðnu ári:

"Mér var sagt á mjög afdráttarlausan hátt, á fleiri fundum en einum, að ríkisstjórnin myndi fara frá ef við yrðum ekki samstiga í þessu máli. Ég var ekki reiðubúinn til að gera það, vildi ekki sprengja ríkisstjórnina og því fór sem fór. Þetta er alveg afdráttarlaust og kýrskýrt."

En Ögmundur vill reyna að halda friðinn og segir að hótunin sé liðin tíð:

"En hitt er ég alveg staðráðinn í að segja og hvar sem er: Svona var þetta og rétt skal vera rétt."

Hótun er stjórnunarstíll sem virðist skila árangri, eins og sést ágætlega í því hve Jóhönnu hefur tekist vel að teyma Vinstri græna í átt að Evrópusambandinu þar sem Árni Þór Sigurðsson, er harður aðildarsinni. 


mbl.is Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband