Lítill friđur á stjórnarheimilinu
Föstudagur, 10. desember 2010
Ekki virđist vera mikill friđur á stjórnarheimilinu. Steingrímur J. Sigfússon neitar ţví ađ Jóhanna Sigurđardóttir hafi hótađ stjórnarslitum ef Vinstri grćnir styddu ekki Icesave-samningana á liđnu ári. Jóhanna Sigurđardóttir neitar einnig en Ögmundur Jónasson segir ađ rétt skuli vera rétt; stjórnarslitum hafi veriđ hótađ.
Í fréttum RÚV furđar Ögmundur Jónasson sig á neitun ţeirra Steingríms og Jóhönnu enda eigi öllum ađ vera ljóst ađ hvers vegna hann gekk út úr ríkisstjórn á liđnu ári:
"Mér var sagt á mjög afdráttarlausan hátt, á fleiri fundum en einum, ađ ríkisstjórnin myndi fara frá ef viđ yrđum ekki samstiga í ţessu máli. Ég var ekki reiđubúinn til ađ gera ţađ, vildi ekki sprengja ríkisstjórnina og ţví fór sem fór. Ţetta er alveg afdráttarlaust og kýrskýrt."
En Ögmundur vill reyna ađ halda friđinn og segir ađ hótunin sé liđin tíđ:
"En hitt er ég alveg stađráđinn í ađ segja og hvar sem er: Svona var ţetta og rétt skal vera rétt."
Hótun er stjórnunarstíll sem virđist skila árangri, eins og sést ágćtlega í ţví hve Jóhönnu hefur tekist vel ađ teyma Vinstri grćna í átt ađ Evrópusambandinu ţar sem Árni Ţór Sigurđsson, er harđur ađildarsinni.
![]() |
Úrslitaatriđi ađ fá Buchheit ađ borđinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook