Svavar og Steingrímur hefðu kostað yfir 400 milljarða

Nú liggur fyrir nýr samningur um Icesave sem gengur út á að íslenskir skattgreiðendur taki á sig skuldir, sem þeim ber ekki lögum samkvæmt. Því er mikilvægt að þingmenn samþykki ekki slíkan samning án þess að vísa honum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars mun þjóðin klofna. 

En það er magnað að bera saman þann samning sem nú liggur fyrir og þann sem Svavar Gestsson gekk frá og Steingrímur J. ætlaði þjóðinni að gleypa og borga. Með þeim hefði þjóðin misst fjárhagslegt sjálfstæði og verið dæmt til fátæktar.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gert góðan samanburð á þessum tveimur samningum:

"Kostnaðurinn við Svavars-samninginn var: 

  • Ónúvirtur um 479 milljarðar,
  • Miðað við 6% ávöxtunarkröfu um 300 milljarðar,    
  • Miðað við áfallinn kostnað 2016 um 180 milljarðar (en þá á eftir að borga allan höfuðstól, vexti og vaxtavexti)

 Kostnaðurinn við nýjan Icesave samning er:

  •  Miðað við áfallinn kostnað 2016 um 47 milljarðar (en þá er búið að greiða höfuðstólinn vexti og vaxtavexti).

Munurinn á Svavars samningnum og nýja samningnum er því 432 milljarðar! Fyrir þá upphæð væri hægt að lækka skuldir heimilanna um milli 30-40% flatt!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband