Hvernig getur Ögmundur stutt Jóhönnu?

Ögmundur segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað stjórnarslitum á síðasta ári ef Icesave-samningarnir yrðu ekki samþykktir. Hann segir að rétt skuli vera rétt þegar hann leiðréttir orð forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar.

Það er erfitt að átta sig á því af hverju Ögmundur telur ekki nauðsynlegt að vísa nýjum samningum til þjóðarinnar. Slíkt hlýtur að vera eðlilegt í ljósi þeirrar miklu andstöðu sem hefur verið við allt málið. Verði það ekki gert er ljóst að gjá mun myndast milli þings og þjóðar svo vitnað sé í orð forseta af öðru tilefni. 

Ögmundur verður hins vegar að svara því af hverju hann telur eðlilegt að sitja í ríkisstjórn með fólki sem með ofbeldi reyndi að koma Icesave-samningunum í gegn á síðasta ári? Hvernig getur hann stutt það að fjármálaráðherra sitji áfram? Hvernig getur hann setið í ríkisstjórn undir forsæti konu, sem hótaði honum öllu illu, til að koma samningum í gegn sem ljóst er að hefðu leitt til þjóðargjaldþrots?

Þessum spurningum verður Ögmundur að svara áður en hann veltir því fyrir sér hvort forsetinn staðfesti ný lög um Icesave eða ekki.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband