Steingrímur J. verður að axla ábyrgð og víkja

Mikil er ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar, sem ætlaði sér að keyra Svavars-samningana í gegn sumarið 2009. Munurinn á nýjum samningi og þeim gamla er um 400 milljarðar króna.  Fjármálaráðherrar hafa neyðst til að segja af sér af minna tilefni.

Steingrímur J. Sigfússon lýsti því yfir á síðasta ári að Svavar Gestsson væri að lenda glæsilegum samningum. Og þegar ljóst var hvað í þeim fólst sagði Steingrímur kokhraustur að tekist hafi "að landa hérna um það bil eins hagstæðu samkomulagi í þessu annars mjög erfiða máli og þungbæra máli fyrir okkur sem þjóð".Hvorki meira né minna.

Jóhanna Sigurðardóttir var skýrmælt þegar hún sagði:

"Ég held að þó við hefðum beðið að þá hefðum við ekki fengið betri niðurstöðu í þetta mál."

Nú hefur dómurinn verið kveðinn upp. Það munar 400 milljörðum króna. 

Það er merkilegt að Steingrímur J. Sigfússon vill ekki bera nýja samninginn saman við Svavars-samninginn. Telur slíkt ekki sanngjarnt. Af hverju er það ekki sanngjarnt að skattgreiðendur velti fyrir sér 400 milljörðum króna? 

Ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar er mikil og hana getur hann ekki axlað með öðrum hætti en að víkja úr stóli fjármálaráðherra. Hið sama á við um Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hitt er svo annað að nýr samningur breytir í engu um þá staðreynd að engin lagaleg skylda hvílir á Íslendingum að taka að sér að greiða skuldir einkabanka. Slíka skyldu verður aldrei hægt að leggja á landsmenn án þess að þeir samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is „Risaáfangi í endurreisn Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband