Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Tapið á Sjóvá 4,3 milljarðar

Ekki verður annað séð en að Seðlabanki Íslands sé kominn í talnaleiki. Tilgangurinn getur aðeins verið sá einn að blekkja almenning og gera sem minnst úr stórkostlegu tapi á Sjóvá.

Talnaleikur Seðlabankans er ótrúlegur. Til að rugla almenning er „heildarvirði“ tryggingafélagsins framreiknað miðað við kaupréttargengi á 21% sem ESÍ á enn og er hærra en kaupgengi þeirra hlutabréfa sem þegar hafa verið seld. Verði kaupréttur nýttur er heildarvirði Sjóvár 11,8 milljarðar. Gefið er til kynna að tap bankans á Sjóvá-sölunni sé 1,6 milljarðar króna, (þ.e. 11,6 – 10). Staðreyndin er auðvitað allt önnur. Tapið er a.m.k. 4,3 milljarðar króna.

Sjá T24


mbl.is Sjóvá verðlögð á rúmlega 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur ræðst á AGS

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fer hörðum orðum um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn [AGS] í pistli á vefsíðu sinni. Hann segir að AGS og fulltrúar hans hafi fyrst og fremst verið að "passa  upp á hagsmuni alþjóðafjármálakerfisins og innræta tilhlýðilega virðingu fyrir því í gjörðum íslenskra stjórnvalda". Ráðherrann fagnar brotthvarfi sjóðsins og segist vona að arfleifð hans festist ekki í sálarlífi þjóðarinnar.

Sjá T24


Guðbjörn afskrifar Guðmund

Guðbjörn Guðbjörnsson sem tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum um stofnun Norræna borgaraflokkinn, eftir að hafa sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn, fagnaði mjög þegar Guðmundur Steingrímsson gekkgu_bjorn_gu_bjornsson.jpg úr Framsóknarflokknum og boðaði stofnun nýs flokks.

Vonir Guðbjarnar virðast hafa brugðist.


Raddir í VG lamaðar

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á morgun föstuda. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur er ekki vongóð. Hún heldur því fram að umræður séu í skötulíki og krafan um "stuðning við stjórnina" sé búin að lama "margar góðar raddir".

Sjá T24


Valkostum vinstri manna fjölgar

Guðmundur Steingrímsson hefur biðlað til þeirra sjálfstæðismanna sem telja rétt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Samkvæmt skoðanakönnunum eru tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins þeirrar skoðunar að klára eigi viðræðurnar, sem eru komnar í ógöngur undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. 

Ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, er að Guðmundi verði að ósk sinni. Hins vegar er valkostum vinstri manna að fjölga.

Sjá T24


Fyrir hvað stendur Guðmundur Steingrímsson?

Fyrir áhugamenn um stjórnmál er erfitt og jafnvel útilokað að átta sig á því fyrir hvað Guðmundur Steingrímsson stendur í stjórnmálum. Störf hans á Alþingi hjálpa ekki.gu_mundur_steingrimsson.jpg

Fyrir stjórnmálamann sem stefnir að stofnun nýs stjórnmálaflokks er annað hvort eða hvort tveggja nauðsynlegt: Hann verður að hafa skýra hugmyndafræði og stefnu og hann verður að hafa meiri kjörþokka en almennt gerist.

Ekki er með nokkru móti hægt að draga nokkra ályktun um pólitíska hugmyndafræði Guðmundar, ef litið er til þeirra mála sem hann hefur haft forystu um eftir að hann settist á þing 2009. Í þeim efnum er hann óskrifað blað. 

Sjá T24 


Leigupennar fyrir vondan málstað

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ESB-sinnar leiti allra leiða til að rýra trúverðugleika íslensks landbúnaðar. Lögð sé "mikil vinna í að búa til fréttir þess efnis að_smundur_einar_da_ason_1105868.jpg kjötskortur sé í landinu og að þeir sem starfi við matvælaframleiðslu séu ógn við íslenskt samfélag". Í grein í Morgunblaðinu heldur Ásmundur Einar því fram að ekkert sé til sparað í áróðri gegn landbúnaðinum; "fjármagn frá gömlum útrásarvíkingum gegnum innlenda fjölmiðla og ótakmarkaðir styrkir frá Brussel".

Sjá T24


Magnúsi Orra líður illa

Magnúsi Orra Schram, þingmanni Samfylkingarinnar, líður illa. Eftir því sem mánuðirnir verða fleiri eykst vanlíðan þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem eru í hjarta sínu á móti samsteypustjórnmagnus_orri.jpg Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Hvernig má annað vera? Enginn sem skilur nauðsyn þess að efla einkaframtakið, takmarka skattheimtu og ganga hreint til verks, getur í hjarta sínu stutt ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Vandi Magnúsar Orra er hins vegar sá að hann hefur ekki pólitískan kjark til að segja hingað og ekki lengra. Hann er í góðum hópi þingmanna Samfylkingarinnar sem helst vilja vera í stjórnarandstöðu, en þora ekki.

Sjá T24 


Af hverju kætist Eyjan ekki?

Eyjan.is fer hamförum í dag. Samkvæmt vefmiðlinum er helsta fréttaefni dagsins það að einhverjirutklippa-eyjan.jpg hafi sagt úr Framsóknarflokknum vegna skrifa Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Formaður telur rétt að draga aðildarumsókn að Evrópusambandi til baka. 

Af hverju kætist Eyjan ekki?

Sjá T24 


Í ellefu ár hefur Jóhanna lítið gert

bla_aurklippa-johanna.jpg

Jóhanna Sigurðardóttir birti grein í Morgunblaðinu um verðtryggingu 2. nóvember 1996. Greinin sem bar yfirskriftina; Ísland eina landið í heiminum sem verðtryggir skuldir heimilanna, hófst á eftirfarandi orðum:

„Ríkisstjórnin telur að sívaxandi skuldir heimilanna séu merki um að heimilin eyði um efni fram. Ríkisstjórnin talar minna um að heimilin í landinu eru oft neydd til að taka lán til að eiga til hnífs og skeiðar frá degi til dags og fyrir gluggaumslögunum frá lánastofnunum vegna skulda sem sífellt vefja upp á sig. Ríkisstjórnin talar heldur ekki um hvernig verndarstefnan og ofurtollar í landbúnaði, sem heimilin eiga enga sök á, hafa aukið skuldir heimilanna.“

Þessi 15 ára gamla lýsing Jóhönnu gæti alveg eins lýst ástandinu í dag, - hálfu þriðja ári eftir að hún tók við stjórnartaumunum sem forsætisráðherra. Jóhanna hefur verið ráðherra í ellefu ár frá árinu 1987, sem félagsmálaráðherra og nú síðustu ár sem forsætisráðherra. Verðtryggingin er enn til staðar.

Sjá T24


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband