Andúðin á Ólafi Ragnari er djúpstæð
Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Álfheiður Ingadóttir er einn lögerfingja Sósíalistaflokksins, sem síðar varð að Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins árið 1987 þvert gegn vilja gömlu sósíalistanna sem töldu sig eiga flokkinn. Í gömlu valdaklíkunni sem Ólafur Ragnar hrifsaði völdin af, var Ingi R. Helgason faðir Álfheiðar, fremstur meðal jafningja.
Ólafi Ragnari hefur aldrei verið fyrirgefið valdaránið á Alþýðubandalaginu. Og enn hefur hann unnið sér til óhelgi með því að standa einarðlega með rétti landsmanna í Icesave-málinu. Það ætti því engum að koma á óvart að Álfheiði Ingadóttir líði illa að fara í heimsókn á Bessastaði á meðan húsbóndavaldið er í höndum Ólafs Ragnars.
Þiggur ekki heimboð forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook