Steingrímur hafnar ábyrgð á SpKef
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafnar því að hann beri nokkra ábyrgð á málefnum SpKef, sem var stofnað til að taka yfir starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur. Landsbankinn hefur tekið yfir SpKef og telur að ríkið þurfi að leggja fram 38 milljarða króna vegna þessa en fjármálaráðherra hefur talið að 11 milljarðar dugi. Ríkisbankinn og ráðherra eru því ósammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook