Vindhanar

Eitt skal viðurkennt. Mér var ekki sama þegar Lýður Friðjónsson gerði athugasemd á fésbók. Lýður heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn, hafi verið mjög wishy-washy í Icesave-málinu og sé alls ekki treystandi.

Því miður hefur Lýður mikið til síns mál. Staðan er einfaldlega sú að "íhaldið" virðist ætla að samþykkja enn einn Steingríms-samninginn.

Þeir sem standa gegn pólitískum rétttrúnaði munu uppskera þegar til lengri tíma er litið.  Þess vegna verður þingflokkur sjálfstæðismanna að hafna rétttrúnaðinum á öllum sviðum. Það kann að vera að flokkurinn tapi einhverju fylgi til skamms tíma en þegar til lengdar lætur munu kjósendur meta þá stjórnmálamenn sem standa fast í sínu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu einnig að hafa í huga að kjósendur flokksins hafa aldrei stutt vindhana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband