Vindhanar
Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Því miður hefur Lýður mikið til síns mál. Staðan er einfaldlega sú að "íhaldið" virðist ætla að samþykkja enn einn Steingríms-samninginn.
Þeir sem standa gegn pólitískum rétttrúnaði munu uppskera þegar til lengri tíma er litið. Þess vegna verður þingflokkur sjálfstæðismanna að hafna rétttrúnaðinum á öllum sviðum. Það kann að vera að flokkurinn tapi einhverju fylgi til skamms tíma en þegar til lengdar lætur munu kjósendur meta þá stjórnmálamenn sem standa fast í sínu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu einnig að hafa í huga að kjósendur flokksins hafa aldrei stutt vindhana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2011 kl. 07:10 | Facebook