Draumur Jóhönnu verður martröð
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Nú liggur fyrir niðurstaða Hæstaréttar. Kosning til stjórnlagaþings var ólögleg. Draumur Jóhönnu Sigurðardóttur er að breytast í martröð.
Ekki veit ég hvort Jóhanna gerir tilraun til að láta kjósa að nýju en þá þarf að breyta lögum eða setja ný. Mér er til efst að fyrir því sé þingmeirihluti. Í umræðum á þingi síðasta sumar, þegar lögin um stjórnlagaþingið voru afgreidd, sýndu þingmenn Vinstri grænna lítinn sem engan áhuga á málefninu. Það var ljóst að þeir höfðu samþykkt ráðgefandi stjórnlagaþing til að halda friðinn innan ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega við Jóhönnu Sigurðardóttur.
Það verður fróðlegt að heyra hvaða spinn Jóhanna ætlar að taka á niðurstöðu Hæstaréttar.
Jóhanna flytur skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook