Jóhanna talar gegn staðreyndum

Jóhanna Sigurðardóttir heldur áfram að fullyrða að "íhaldið" sé á móti því að setja ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá. Hún veit betur. Jóhanna hamrar á því að að þjóðin hafi kallað á að sérstakt stjórnlagaþing kæmi saman. Hún veit betur. Aðeins tæp 37% kjósenda tóku þátt í kosningunum sem reyndust ólöglegar og þar af voru margir sem voru á móti slíku þinghaldi.

Þannig talar Jóhanna gegn staðreyndum og ekki í fyrsta skipti. Kannski er réttast að vitna í ræðu Þráins Bertelssonar á Alþingi 8. júní þegar rætt var um stjórnlagaþingið. Þar sagði Þráinn meðal annars, en hann var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins:

"Frú forseti. Inn í þennan þingsal berast raddir, það heyrast köll, það er kallað eftir auknu lýðræði, betra stjórnarfari og það er kallað eftir einhverju sem heitir stjórnlagaþing svo núna er til meðferðar frumvarp til laga um stjórnlagaþing. Vissulega fjallar þetta frumvarp um stjórnlagaþing í þeim skilningi sem leiðtogar stjórnarflokkanna leggja í það orð. Ég efast um að sá skilningur sé réttur, ég held að þetta frumvarp til laga um stjórnlagaþing sé ekki svar við því ákalli sem heyrst hefur og hefur borist inn í þessa sali. Það er kallað eftir auknu lýðræði, það er kallað eftir því að hlustað sé á allar raddir samfélagsins úr öllum hornum þess og afkimum.

Enginn hefur kallað eftir því að kosinn verði 25–31 fulltrúi til að gera nokkurn skapaðan hlut. Fólk hefur kallað eftir því að rödd þess megi heyrast. Þess vegna er ég andsnúinn þessu frumvarpi og tala gegn því hérna. Lýðræði er okkur öllum hjartans mál, ég dreg það ekki í efa. Ég efast ekki um að allir þeir sem sitja hér á þingi séu einlægir lýðræðissinnar. En þá vildi ég að þessi lýðræðisást þingmanna birtist í lýðræðislegum vinnubrögðum. Skynsamleg vinnubrögð virðast vera okkur ofviða oft og tíðum, en lýðræðisleg vinnubrögð gætum við þó haft í hávegum. Lýðræðisleg vinnubrögð eru fólgin í því að taka tillit til allra sjónarmiða, að vaða ekki á skítugum skónum yfir þá sem ekki eru sama sinnis. Það er inntak lýðræðisins. Það frumvarp til laga sem hérna liggur frammi er dæmi um það hvernig meiri hluti ætlar að vaða á skítugum skónum yfir minni hluta. Meiri hlutinn er skipaður Samfylkingu og Vinstri grænum. Minni hlutinn samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Hreyfingu og óháðum þingmanni. Það er ekkert tillit tekið til þess að það eru deildar meiningar um þetta frumvarp, það er lagt fram á lokaspretti núna á vorþingi og það á að reyna að rusla því í gegn svo hægt sé að kjósa til stjórnlagaþings í haust."


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband