Þá fyrst höfum við áhyggjur

Kalt vatn hlýtur að renna milli skinns og hörunds á íslenskum skattgreiðendum þegar þeir lesa að Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar. meti stöðuna þannig að "vinnan" við Icesave-samningana gangi vel í fjárlaganefnd. Sagan kennir að þá fyrst eigi þeir hafa hafa áhyggjur.

Björn Valur er einn þeirra þingmanna sem hvað harðast hafa barist fyrir því að þjóðnýta tap einkabanka og senda reikninginn til almennings. Hann studdi Svavars-samningana og lagði mikið á sig að sannfæra almennings um nauðsyn þess að þeir yrðu samþykktir. 

Í byrjun síðasta árs skrifaði Björn Valur á heimasíðu sína (11. janúar 2010):

"Því hefur verið haldið fram að með Icesave-samningunum sé verið að setja óheyrilegar byrðar á komandi kynslóðir Íslendinga, sumir segja um alla framtíð. Ekkert þessu líkt er að finna í öllum þeim gögnum sem Alþingi hefur borist frá fjölmörgum aðilum við umfjöllun málsins."

Björn Valur var mjög ósáttur við að Ólafur Ragnar Grímsson skyldi ekki samþykkja lög um Icesave og sagði:

"Það er því hjákátlegt að þurfa að hlusta á svokallaða sérfræðinga, innlendra og erlendra, haldi því fram að komandi kynslóðir Íslendinga komi til með að greiða þessar skuldir. Enn grátlegra er þó að hlusta á fjölmiðlafólk láta þessa vitleysu yfir sig ganga án þess að bregðast við sem bendir til þess að fjölmiðlar láti stjórnast af umræðunni gagnrýnislaust. Það er áhyggjuefni ef svo er, ekki síst í komandi kosningabaráttu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar."

7. september síðastliðinn skrifaði þingmaðurinn:

"Ég fæ ekki með nokkru móti séð að íslenska þjóðin, íslenskur almenningur, heimili og fyrirtæki,  hafi gott af því að málinu sé haldið í því horfi sem það er í dag. Fyrir því eru engin haldbær rök. Þeirra ábyrgð er mikil sem hafa lagt sig alla fram um að koma í veg fyrir lausn málsins og haft erindi sem erfiði.

Nú er kominn tími til að loka þessu máli, kalla það aftur inn á þing og samþykkja þann samning sem í boði er áður en málið versnar enn frekar, öllum til tjóns."

Björn Valur hefur alla tíð sýnt einbeittan vilja til að koma Icesave-skuldum Landsbankans yfir á almenning. Lagaleg álitamál skipta litlu og enn minna virðist skipta máli hversu þungar klyfjarnar eru. Maðurinn sem var tilbúinn til að samþykkja Svavars-samningana mun ekki skoða hina nýju samninga af mikilli nákvæmni.


mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband