Lítil frétt um Árna Þór

Hún er lítil, látlaus og í einum dálki á blaðsíðu 2 í Mogganum, fréttin um Árna Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformann. Fyrirsögnin er: Níu á félagsfundi VG í Skagafirði. Þar kemur fram að aðeins níu hafi mætt á félagsfund VG í Skagafirði sem haldinn var á Mælifelli. Haft er eftir Úlfari Sveinssyni, fundarstjóra og varaformanns svæðafélags VG, að litlu fleiri hafi mætt á opinn fund sem haldinn var á eftir lokuðum félagsfundi, eða 11-12.

Fyrirfram hefði mátt ætla að Skagfirðingar hefðu áhuga á að heyra í Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra sem var framsögumaður ásamt Árna Þór Sigurðssyni, Lilju Rafney Magnúsdóttur og Auði Lilju Erlingsdóttur, framkvæmdastjóra VG. En nei, þeir voru fáir sem létu sjá sig.

Úlfar kann hins vegar skýringuna. Frétt Morgunblaðsins lýkur á þessum orðum:

"Úlfar sagði að skýringin á slakri mætingu væri sú að Skagfirðingar hefðu lítinn áhuga á að hlusta á það sem Árni Þór Sigurðsson hefði fram að færa. Fundarmenn hefðu á hinn bóginn lýst stuðningi við Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband