Lætur Ólafur Ragnar eins og ekkert sé?

Björn Bjarnason bendir á að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi verið mynduð sem meirihlutastjórn, en nú ræði stjórnmálafræðingar "gjarnan  um hana sem minnihlutastjórn og bæta síðan við henni til málsbóta að minnihlutastjórnir sitji oft annars staðar á Norðurlöndum". Björn telur að spekingarnir ættu að fræða okkur um hvernig staðið sé að myndun þessara minnihlutastjórna. "Er það ekki í umboði þjóðhöfðingjans sem felur einhverjum stjórnmálamanni að mynda ríkisstjórn?", spyr Björn á heimasíðu sinni. Og síðan bætir hann við hinu augljósa:

"Ólafur Ragnar veitti Jóhönnu Sigurðardóttur umboð til að mynda minnihlutastjórn 1. febrúar 2009. Framsóknarmenn lofuðu þá að verja stjórnina vantrausti. Eftir kosningar 25. apríl 2009 fékk Jóhanna umboð til að mynda meirihlutastjórn. Miðað við íhlutun Ólafs Ragnars í stjórnarmálefni, sem hann segir stundum nauðsynlega til að gæta heiðurs forsetaembættisins, er merkilegt ef hann lætur eins og ekkert sé þegar meirihlutastjórn breytist í minnihlutastjórn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband