VR á villigötum

Ég verð að viðurkenna að ég botna hvorki upp né niður í þeim deilum sem verið hafa innan VR síðustu tvö ár eða svo. Á stundum virðast þær bundnar við persónur með viðeigandi hnútukasti. En á stundum er tekist á um grundvallaratriði í starfsemi verkalýðsfélaga og skipulagi lífeyrissjóða.

Boðað hefur verið til framhaldsaðalfundar hjá VR í kvöld og kannski skýrast línur þar eitthvað. Samkvæmt frétt á dv.is liggur fyrir tillaga sem felur í sér ótrúlega mismunun meðal félagsmanna. Tillagan gengur gegn öllum hugmyndum um jafnræði. Sumir verða jafnari en aðrir, nái tillagan fram að ganga. 

Málsgreinin sem bæta á í 3. grein laga VR um félagsaðild hljóðar svo samkvæmt dv.is:

„Þeir félagsmenn sem hætta störfum á vinnumarkaði vegna örorku geta verið áfram félagsmenn gegn greiðslu félagsgjalds en njóta ekki kjörgengis til stjórnar í félaginu.“

Þeir sem leggja fram tillögur sem þessa geta aldrei tekið að sér að veita verkalýðsfélagi forystu. Verkalýðsfélag sem samþykkir tillögu sem gengur gegn grungildum lýðræðis, hefur fyrirgert tilverurétti sínum.

Að lokum er vert að rifja upp ákvæði 65. greinar okkar ágætu stjórnarskrár:

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband