Er enn verið að hóta Lilju?

 Lilja Mósesdóttir skrifar á fésbókarsíðu sína í morgun:

"Í lýðræðisríki fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Hótanir um að reka fólk úr liði til að þurfa ekki að takast á við gagnrýna hugsun er merki um að þeir sem eru við völd ráða ekki við verkefnið. Skoðanakúgun leiðir til samfélagshruns! Það þekkjum við Íslendingar af biturri reynslu."

Klukkustund síðar bætir hún við:

"Á þingflokksfundi VG í gær ræddum við málefnalegan ágreining eins og gera á í lýðræðislegu ríki. Okkur tókst hins vegar ekki að klára umræðuna, enda mörg og stór mál undir. Hótanir um að sumir séu ekki í liðinu og eigi því að víkja úr stjórnarliðinu og þingnefndum er merki um skoðanakúgun."

Af þessum orðum Lilju verður ekki dregin önnur ályktun en að enn sé haldið fast við hótanir í garð þingmannsins, sem hefur lítið gert annað en vera sjálfum sér samkvæm. Spurning hvort hótanirnar ná til félaga hennar, Ásmundar Einars og Atla Gíslasonar. Lilja er formaður viðskiptanefndar, Ásmundur Einar situr í fjárlaganefnd og Atli er formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband