Eru handboltamenn upp til hópa sjálfstæðismenn?

Páll Blöndal, bloggari og stuðningsmaður Samfylkingarinnar lætur handboltamenn fara eitthvað í taugarnar á sér. Nú liggur fyrir að flestir leikir íslenska landsliðsins á HM verða í læstri dagskrá Stöðvar 2.  Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri HSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að þar á bæ hefðu menn viljað hafa alla leikina í opinni dagskrá.

Páll Blöndal gerir athugasemd við þetta á bloggsíðu sinni og segir að ef HM í handbolta sé ekki meira virði í hugum áhorfenda en svo að þeir séu tilbúnir til að greiða fyrir, þá sé það hið besta en bætir síðan við:

"Merkilegt hvað þessir Sjálfstæðismenn (eins og handboltamenn eru upp til hópa) eru æstir í að láta skattgreiðendur borga fyrir sín áhugamál. En eins og allir vita, þá eru handboltinn útungunarstöð fyrir tryllta markaðshyggjumenn og útrásavíkinga.

Réttast væri að senda reikninginn til Valhallar."

Ég hef ekki gert sérstaka athugun á stjórnmálaskoðunum handboltamanna frekar en hjá öðrum íþróttamönnum. Vonandi að Páll hafi rétt fyrir sér. Það er ekki ónýtt fyrir stjórnmálaflokk að eiga stuðning glæsilegra íþróttamanna um land allt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband