"Ég hugsa, þess vegna er ég"

Svar Atla Gíslasonar við spurningu blaðamanns er merkileg. Svarið er hnitmiðað og segir meira en mörg orð. "Ég hugsa, þess vegna er ég," segir Atli og kemst að því að hann sé til sem stjórnmálamaður með sjálfstæða hugsun en ekki bundinn á klafa flokksforystunnar.

Lilja Mósesdóttir hefur þegar stigið fyrsta skrefið í að segja skilið við þingflokk Vinstri grænna eða eins og hún segir í samtali við Fréttablaðið:

"Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram."

Varla er hægt að skilja orð Atla öðruvísi en sem skilaboð um hans eigið sjálfstæði og frjálsa hugsun gagnvart þingflokknum. Ásmundur Einar Daðason, sem orðið hefur fyrir miklu aðkasti undanfarna daga, segir lítið en Ögmundur Jónasson tekur upp hanskann fyrir hann:

"Ásmundi Einari spái ég bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum. Hvers vegna? Jú vegna þess að hann er fylginn sér, heiðarlegur, skeleggur og drengur góður. Ég er oftast sammála honum."

Erfitt er að sjá að hægt verði að bera klæði á vopnin þegar þingflokkur Vinstri grænna kemur saman 5. janúar næstkomandi. 


mbl.is Ummæli Lilju eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband