Sendiherrum fjölgar og lítt sparað í utanríkisþjónustunni

Ekki er hægt að skilja þessa frétt öðruvísi en að sendiherrum verði fjölgað um tvo á komandi ári. Ekki bendir það til mikillar íhaldssemi í utanríkisráðuneytinu í meðferð fjármuna almennings. Ég hef margoft bent á nauðsyn þess að skera upp utanríkisþjónustuna og spara stórkostlega fjármuni. Það er úrelt hugsun að halda úti sendiráðum um allan heim.

Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur með útsendum starfsmönnum nefnast einu nafni sendiskrifstofur, segir á vef utanríkisráðuneytisins. Þannig starfrækja íslenskir skattgreiðendur 21 sendiskrifstofu í 17 löndum. Auk þessa er Þróunarsamvinnustofnun með fimm sendiskrifstofur í jafnmörgum löndum. 

Ég benti á það í pistli á T24 í október nokkru eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram að við Íslendingar ætlum að halda úti utanríkisþjónustu sem mun kosta um 11 þúsund milljónir króna. Þar af munu sendiráð og fastanefndir kosta 2.675 milljónir króna. "Um það verður ekki deilt að fyrir sjálfstæða þjóð er mikilvægt að halda uppi samskiptum við önnur ríki meðal annars með því að standa undir kostnaði við sendiráð. En útþensla íslensku utanríkisþjónustunnar er orðin þannig að almennt samkomulag hlýtur að nást um að skera hana upp og endurhugsa frá grunni áður en lagt er í að kollvarpa heilbrigðiskerfinu um allt land."

Ég lagði til að eftirfarandi sendiráðum og aðalræðisskrifstofum yrði lokað:

  • Á Indlandi og Japan. Sparnaður 147,2 milljónir króna.
  • Í Kanada, jafnt sendiráð sem aðalræðisskrifstofa: Sparnaður 89,9 milljónir króna
  • Í Finnlandi og í Svíþjóð: Sparnaður 131,7 milljónir króna.
  • Í Frakklandi, Austurríki og Bretlandi. Sparnaður 397,4 milljónir króna.
Samtals gæti sparnaðurinn orðið 766 milljónir króna.
mbl.is Sendiherraskipti í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband