Ögmundur setur ofaní við Árna Þór

Eldar halda áfram að brenna innan þingflokks Vinstri grænna - eða kannski er allt helfrosið. Nú hefur Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra séð sig knúinn til að leiðrétta og setja ofaní við Árna Þór Sigurðsson starfandi þingflokksformann VG.

Árni Þór var í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósi í gærkvöldi (mánudag) og virtist taugaveiklaður. En þrátt fyrir það hafði Árni Þór stór orð um þrjá félaga sína sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga. Hann sakaði þá um ódrengilega framkomu. Þá sagðist hann ekki trúa frétt Morgunblaðsins í gærmorgun um að þingmennirnir hefðu átt samráðsfund með Ögmundi Jónassyni, Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem er í fæðingarorlofi, en Árni Þór leysir hana af sem formaður þingflokksins. Því miður spurði Helgi Seljan ekki þeirrar augljósu spurningar hvort Árni Þór hefði ekki rætt við ráðherrana eða Guðfríði Lilju um hvort fréttin ætti við rök að styðjast. Slíkt hefði verið eðlilegt og í samræmi við skyldur starfandi þingflokksformanns. En kannski lýsir það ástandinu í þingflokksherbergi VG að menn eru hættir að ræða þar saman. Þar er allt helforsið og stór grýlukerti teygja sig niður úr loftinu, svo vitnað sé til ónefnds þingmanns.

Ögmundur hefur greinilega talið sig nauðbeygðan til þess að leiðrétta Árna Þór. Á heimasíðu sinni skrifar hann, eftir viðtalið í Kastljósi:

"Flokksfélagi minn - starfandi þingflokksformaður í fjarveru Guðfríðar Lilju  Grétarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi - segist vart trúa Morgunblaðsfrétt um að hjásetumenn hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni ásamt þingflokksformanni í fæðingarorlofi.  Honum er alveg óhætt að trúa fréttinni - enda var ég búinn að staðfesta spjallið  í viðtali við fréttamiðil."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband