Mogginn stendur best að vígi
Þriðjudagur, 21. desember 2010
Enn sem komið er hefur þessi þróun ekki náð svo langt hér á landi. Prentmiðlar eru enn með mun stærri hluta auglýsinga en vefmiðlar. Ég veit ekki af hverju. Kannski er það íhaldssemi auglýsenda og kannski er það tregða birtingahúsa og auglýsingastofa. Þó er notkun vefmiðla gríðarleg hér á landi og öll rök eru fyrir því að mun meira auglýsingafé renni til birtinga á netinu.
Allt er þetta spurning um tíma því netmiðlarnir munu sækja enn frekar fram hér á landi. Og í baráttunni um auglýsingafé stendur útgáfufélag Morgunblaðsins langbest að vígi. Mbl.is ber höfuð og herðar yfir alla íslenska netmiðla, hvort heldur litið er til gæða eða fjölda notenda.
Netið fram úr dagblöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook