Forsætisráðherra blekkir þingheim

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf þingheimi rangar og villandi upplýsingar þegar hún svaraði skriflega fyrirspurn Guðlaugs Þór Þórðarsonar um um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni. Fyrirspurnin var gerð í framhaldi af tilraun ráðherrans til að afvegaleiða þingheim á liðnu hausti með skriflegu svari við annarri fyrirspurn sem sá er þetta skrifar lagði fram. Fyrirspurnin hljóði svo:

  1. Hver hefur kostnaður við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni á vegum ráðuneyta verið á tímabilinu maí 2007 til maí 2010?
  2. Hversu stór hluti kostnaðarins hefur verið vegna aðkeyptrar þjónustu, ráðgjafar og sérverkefna sem unnin hafa verið af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og kennurum íslenskra háskóla?
  3. Hvernig skiptist kostnaðurinn eftir ráðuneytum?
  4. Hvernig skiptist kostnaðurinn eftir einstökum aðkeyptum sérverkefnum, þjónustu og ráðgjöf, sundurgreint annars vegar eftir háskólum og hins vegar eftir einstökum starfsmönnum og kennurum? 

Það tók Jóhönnu Sigurðardóttur nokkra mánuði að svara þessari fyrirspurn og það ekki fyrr en gengið var ítrekað eftir svörum. Með því að gengið gegn þingsköpum. Svarið, þegar það kom loksins, var hvorki fugl né fiskur og kom ráðherrann sér hjá því að svara fyrirspurninni með furðulegum hætti. Þessa vegna hélt Guðlaugur Þór áfram með málið og nú hefur komið í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hefur haldið upplýsingum leyndum. Vegna þessa hefur Guðlaugur Þór krafist þess að Ríkisendurskoðun fari yfir málið og ekki verður öðru trúað en að forsætisnefnd Alþingis verði við málaleitan hans, enda málið alvarlegt. 

Ég tók hins vegar saman yfirliti yfir þann sérfræðikostnað sem forsætisráðherra upplýsti og er hægt að sjá það á T24.is sem og bréf Guðlaugs Þór til forsætisnefndar Alþingis en þar koma fram upplýsingar sem sýna svart á hvítu hvernig forsætisráðherra hefur reynt að blekkja þingheim og almenning.

Hér má sjá svar Jóhönnu við fyrri fyrirspurninni. Þar bar ráðherra meðal annars fyrir sig að ráðuneytið hefði ekki starfsmannalista háskólanna né upplýsingar um hverjir hafa verið fyrrverandi og núverandi starfsmenn eða kennarar við íslenska háskóla.

Hér er síðan svar Jóhönnu við fyrirspurn Guðlaugs Þórs.


mbl.is Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband