Heiðarlegast að segja skilið við ríkisstjórnina

Fjárlög hvers árs leggja línurnar í efnahagsmálum, marka stefnu ríkisstjórna á hverjum tíma í velferðarmálum, atvinnumálum, menntamálum og raunar flestu því er snertir daglegt líf landsmanna. Fjárlög marka þann ramma sem fyrirtækjum er búinn, þau annað hvort hefta starfsemi þeirra með íþyngjandi sköttum eða gefa þeim tækifæri til frekari sóknar með hófsamlegri skattheimtu. Í fjárlögum ræðst efnahagsleg afkoma einstaklinga að stórum hluta.

Þeir þingmenn ríkisstjórnar sem treysta sér ekki til að styðja fjárlagafrumvarp eru um leið að lýsa því yfir að stefna ríkisstjórnarinnar sé í meginatriðum röng. Þeir geti því ekki stutt málið. 

Það er heiðarlegast gagnvart ríkisstjórninni en þó fyrst og fremst almenningi að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, segi skilið við ríkisstjórnina með öllu.  Trúverðugleiki þessara þingmanna felst í því að ganga hreint til verks í þessum efnum.


mbl.is Lilja, Atli og Ásmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband