Nú verður að hefja rannsókn

Það er með hreinum ólíkindum ef það reynist rétt að hægt hafi verið að ganga þannig frá málum að engar skuldir Landsbankans vegna Icesave, lendi á íslenskum skattgreiðendum með þeim hætti sem stjórnvöld hafa stefnt að. Kostnaðurinn vegna Icesave-klúðurs ríkisstjórnarinnar eykst því stöðugt en minnkar ekki.

Ef gengið hefði verið til samninga við Deutsche Bank og aðra kröfuhafa hefði umhverfi hér á landi orðið allt annað þegar á síðasta ári. Augljóst er að hinir erlendu kröfuhafar hefðu eignast Landsbankann og líklegt má telja að bankinn hefði orðið útibú hins þýska stórbanka. Ekkert hefði verið betra fyrir íslenskan fjármálamarkað og þar með atvinnulífið allt.

Síðan má ekki gleyma því sem t.d. Martins Wolfs, aðstoðarritstjóri Financial Times, heldur fram eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Nýtt Icesave-samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga gengur ekki nógu langt í því að lækka kröfuna á hendur Íslendingum. Mestu skiptir að Wolf tekur undir sjónarmið þeirra sem hafa lagst gegn nýjum Icesave-samningi, að ef innistæðutryggingasjóðir dugi ekki til að bæta innistæðueigendum tjón sitt verði þeir að bíta í það súra epli. Ekki sé hægt að senda skattgreiðendum reikninginn, eins og ætlunin sé í Icesave-deilunni. Með Icesave-samkomulaginu sé verið að skapa hættulegt fordæmi þar sem almenningur sé látinn bæta fyrir tap fjármálastofnana. Þetta er kjarni málsins.

Frétt Morgunblaðsins um tilboð kröfuhafa Landsbankans vegna Icesave undirstrikar nauðsyn þess að þegar verði hafist handa við að rannsaka allt Icesave-málið frá upphafi til enda. Þar skiptir þáttur forystumanna ríkisstjórnarinnar mestu.
Kostnaðurinn við Icesave-klúðrir virðist ómældur.


mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband