Eru það skattfrjálsir peningar sem heilla?

Það er rétt að Íslendingar hafa sýnt hæfileika við að standa á rétti sínum gagnvart öðrum þjóðum og varið fiskveiðihagsmuni sína. Baráttan um landhelgina er besta dæmið en 200 mílna lögsagan er ein aðalástæða þess að við höldum okkar efnahagslega sjálfstæði.

En Össur Skarphéðinsson vill gera þessa löngu baráttu að engu og því er honum ekki treystandi til að gæta hagsmuna Íslendinga í makríldeilunni. Evrópusambandið hótar öllu illu og sitjandi ríkisstjórn hefur ekki sýnt mikinn kjark í samskiptum við aðrar þjóðir eins og Icesave-deilan er gott dæmi um. 

Á Evrópuvaktinni var sagt frá því í gær að Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafi skýrt sjávarútvegsráðherrum ESB-ríkjanna frá því að hún hafi innan framkvæmdastjórnar ESB rætt leiðir til að takmarka landanir Íslendinga á makríl í ESB-höfnum. Þá hafi hún einnig lagt á ráðin um nýjar reglur sem gætu leitt til banns á innflutningi á fiski frá sérhverju ríki sem færi ekki að alþjóðareglum og ætti það meðal annars við um Færeyinga.

Mér er það með öllu óskiljanlegt hvers vegna íslenskir stjórnmálamenn hafa áhuga að ganga til liðs við samtök sem hegða sér með þeim hætti sem Evrópusambandið gerir. Þar skal afli beitt gegn smáþjóðum, fari þau ekki að vilja þeirra stóru. En kannski liggur skýringin í frétt sem birtist fyrir skömmu í The Daily Telegraph og vitnað er til á Evrópuvaktinni. Kannski að einhverjir íslenskir Evrópusinnar sjái tækifærin því nú hefur  skrifstofa ESB-þingsins ákveðið að ESB-þingmenn fái um 16,5 milljónir íslenskra króna í skattfrjálsa „dagpeninga“ og „til almennra útgjalda“ á næsta ári, sem er 2,3% hækkun á sambærilegum greiðslum í ár. Í fréttinni segir, að þingmennirnir geti ráðstafað þessu fé, án þess að leggja fram nokkra reikninga.


mbl.is Gæti „virkað eins og möl á gangvirkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband