Vanmetinn fjárlagahalli
Miðvikudagur, 15. desember 2010
Samkvæmt breytingum meirihluta fjárlaganefndar verður halli á ríkissjóði 37,3 milljarðar króna. Engar líkur eru á því að þetta verði niðurstaðan þar sem tekjuforsendur frumvarpsins eru í besta falli veikar. Þá er líkur á því að útgjöld séu einnig vanmetin. Það stefnir því í að fjárlagahallinn á komandi ári verði töluvert meiri. Að líkindum nær 50 milljörðum en 40 milljörðum.
Halli á ríkissjóði kallar á auknar skuldir sem komandi kynslóðir þurfa að greiða. Við þetta bætist síðan einbeittur (brota)vilji Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að koma Icesave-skuldum á herðar íslenskra skattgreiðenda.
Er nema furða að Ásmundur Einar Daðason vilji ekki taka þátt í þessum leik, en Árni Þór Sigurðsson er hins vegar alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það var erfitt fyrir ríkisstjórnina að koma frumvarpinu úr nefnd vegna uppreisnar þingmanna vinstri grænna. Spurningin er hvort níu milljarða útgjaldaukning sé nægjanleg til að róa uppreisnarseggina.
p.s.
Á ruv.is segir:
"Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar, segir talsvert miklar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu. Í fjárhæðum muni mest um vaxtabæturnar en þar séu teknar til baka 1900 milljónir. Síðan fari 6 milljarðar í sérstakar vaxtabætur en þar séu tekjur á móti frá fjármálafyrirtækjum. Einnig sé 175 milljóna króna pottur sem fyrir ráðuneyti velferðamála, menntamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Auk fái löggæsla sinn skerf. Þetta sé til að hægt verði að bregðast við óvæntum atvikum á árinu 2011."
Nú hljóta landsmenn að spyrja: Hvaða "óvænt" atvik á komandi ári er ríkisstjórnin að búa sig undir með því að auka framlög til löggæslunnar?
Útgjöld hækka um 9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook