Reagan vildi fríverslun við Ísland
Mánudagur, 25. október 2010
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, var fylgjandi því að gerður yrði fríverslunarsa
mningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Í frétt Morgunblaðsins 11. ágúst 1988 er þetta haft beint eftir forsetanum þegar hann svaraði spurningum fréttaritara Morgunblaðsins.
Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og átti m.a. fundi með Reagan. Þegar forsetinn var spurður um hugsanlegan fríverslunarsamning milli landanna og hvort hann væri sjálfur fylgjandi slíkum samningi, svaraði hann meðal annars:
"Já, hugmyndafræði mín gerir ráð fyrir frjálsri og sanngjarnri um allan heim."
Því miður nýttu íslensk stjórnvöld sér aldrei þann velvilja sem þessi merki forseti sýndi Íslendingum.
(Svo vill til að ég var í hlutverki fréttaritarans).