Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hið brenglaða gildismat
Föstudagur, 3. desember 2010
Gildismatið er eitthvað brenglað hjá hinni norrænu velferðarstjórn. Nú á að hætta að veita langveikum börnum heimahjúkrun og spara með því 50 milljónir króna eða svo. Þannig forgangsraðar velferðarstjórnin sem hefur skipað yfir 250 nefndir með tilheyrandi kostnaði. Ekki er talin ástæða til að hætta að úthluta styrkjum úr opinberum sjóðum. Styrkþegar ríkisins eru í skjóli en langveik börn og fjölskyldur þeirra ekki. Í gær var 35 milljónum króna úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði meðal annars til Ríkisútvarpsins.
Á sama tíma og fjölskyldulífi þeirra sem verst standa er stefnt í tvísýnu og raunar kollvarpað, heldur utanríkisráðuneytið áfram sinni starfsemi líkt og ekkert hafi gerst. Hundruðum milljóna er varið í umsókn um aðild að Evrópusambandinu og hundruðum milljónum er eytt í að halda úti sendiráðum og sendinefndum út um allan heim.
Ef við erum orðin svo aum að geta ekki veitt langveikum börnum hjálp, getum við ekki verið svo forhert að halda úti sendiráði á Indlandi fyrir 88 milljónir á komandi ári. Væri ekki einnig rétt að lækka framlög til fiskgæðaverkefnis í Úganda sem kostar 120 milljónir og verja þó ekki væri nema helming þeirrar fjárhæðar til að standa vörð um íslenskar fjölskyldur sem berjast hetjulegri baráttu við erfiða sjúkdóma?
Það er eitthvað öfugsnúið við forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Þeir sem ættu að vera fremstir eru settir aftast en góðærisverkefnin fá sitt.
Ég hef áður lagt til að skorið verði niður í utanríkisþjónustunni og a.m.k. er hægt að spara þar 766 milljónir króna á komandi ári. Þetta er hægt með því að loka nokkrum sendiráðum og aðalræðisskrifstofum:
- Á Indlandi og Japan. Sparnaður 147,2 milljónir króna.
- Í Kanada, jafnt sendiráð sem aðalræðisskrifstofa: Sparnaður 89,9 milljónir króna
- Í Finnlandi og í Svíþjóð: Sparnaður 131,7 milljónir króna.
- Í Frakklandi, Austurríki og Bretlandi. Sparnaður 397,4 milljónir króna.
Komið í veg fyrir þjóðargjaldþrot en samt er höfðað sakamál
Föstudagur, 3. desember 2010
Eftir því sem tíminn líður og upplýsingar verða betri, kemur æ betur í ljós hversu fráleitt það var af meirihluta Alþingis að samþykkja að höfða sakamál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Þar sátu gamlir pólitískir andstæðingar Geirs að svikráðum. En hefndin verður ekki eins sæt og þeir vonast eftir.
Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde farið leið Íra og gengið í ábyrgð fyrir skuldum einkabanka (sem Steingrímur J. og Jóhanna gera ítrekaðar tilraunir til að gera með Icesave), væri íslenska þjóðin gjaldþrota. En þá hefði hann líklega sloppið við málshöfðun.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hlýtur að vera kallaður fyrir landsdóm sem vitni til að útskýra fyrir dómendum af hverju viðbrögð Geirs og ríkisstjórnar hans við falli bankanna, kom í veg fyrir þjóðargjaldþrot.
Seðlabankastjóri: Íslensk stjórnvöld brugðust rétt við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alvarleg skilaboð til Sjálfstæðisflokksins
Fimmtudagur, 2. desember 2010
Niðurstöður í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup fela í sér alvarleg skilaboð til stjórnarandstöðunnar og Sjálfstæðisflokksins sérstaklega. Þrátt fyrir ótrúlegan vandræðagang í öllu sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur, tekst Sjálfstæðisflokknum ekki að sækja fram og auka fylgi sitt. Þvert á móti eru vísbendingar um að lítillega hafi dregið úr fylgi flokksins frá október til nóvember.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurheimta stöðu sína sem kjölfesta í íslenskum stjórnmálum verður hann að endurnýja traust og trúnað við launþega og atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn gaf Íslendingum ákveðin loforð og flokkurinn verður að viðurkenna í fullkominni hreinskilni, að í hraða nýrrar aldar og í sjálfumgleði velgengninnar, misstu menn á stundum sjónar á því sem mestu skiptir og er rist í steintöflur sjálfstæðisstefnunnar.
Ég skrifaði pistil um skilaboðin á T24.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook
Hin nýja valdastétt með annarra manna peninga
Fimmtudagur, 2. desember 2010
Enn á ný er Framtakssjóður Íslands á ferðinni og ætlar nú að seilast til valda í stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Og ég stóð í þeirri trú að sjóðurinn hefði næg verkefni meðal annars að rétta við rekstur Húsasmiðjunnar.
Framtakssjóðurinn er að stærstum hluta í eigu nokkurra lífeyrissjóða og síðan ríkisins í gegnum Landsbankann. Þeir sem stýra sjóðnum eru hægt og bítandi að leggja undir sig íslenskt viðskiptalíf í krafti annarra manna peninga.
Ég hef áður varað við að Framtakssjóðurinn skuli taka yfir eða eignast hluti í fjölda fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkt er ekki aðeins varhugavert heldur ámælisvert. Slíkt mun skekkja samkeppnisumhverfi fyrirtækja. Iðgjöld starfsmanna fyrirtækja sem eru í samkeppni við þau fyrirtæki sem Framtakssjóðurinn hefur eða mun eignast eru nýtt til að styðja við bakið og efla keppinautana. Þetta á við kaup sjóðsins á Vestia af Landsbankanum og hugsanleg kaup á ráðandi hlut í Högum. Nýskipan íslensks viðskiptalífs má ekki byggja enn á ný með þeim hætti að sum fyrirtæki eigi óeðlilegan aðgang að láns- og áhættufé.
Í lokin er ver að muna að margir þeirra lífeyrissjóða sem standa að Framtakssjóðnum hafa þurft að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna. Stjórnendur sjóðanna ætla þrátt fyrir það að ávaxta fé í áhættusömum rekstri. Hætta en sú að ávöxtun lífeyrissjóðanna verður lakari og það kemur niður á lífeyrisréttindum í framtíðinni. Ég hef líkt þessu við að pissa í skóinn sinn manni verður hlítt stutta stund en síðan kemur ofkælingin.
Tilboðin í Haga undir væntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook
Jóhanna í frjálsu falli
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Það kemur á óvart að stuðningur við ríkisstjórnina skuli aukast á milli mánaða en ljóst er að stjórnarandstaðan er ekki að ná vopnum sínum. En annað sem er merkilegt er hve fall Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er hátt.
Þegar Jóhann settist í stól forsætisráðherra í febrúar 2009 voru yfir 65% kjósenda ánægð með störf hennar. Nú 22 mánuðum síðar eru aðeins 21% ánægð. Þetta segir meira en mörg orð um gjörbreytta stöðu Jóhönnu. Hún hefur misst traust almennings í störfum sínum. Jóhanna hlýtur að skoða stöðu sína alvarlega.
Hitt er svo ljóst að niðurstöður þjóðarpúlsins eru áfall fyrir stjórnarandstöðuna og alvarleg skilaboð til Sjálfstæðisflokksins. Um skilaboðin skrifa ég pistil á T24.is.
Stuðningur eykst við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin týnda atvinnustefna
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðar skattahækkanir í fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags bendir á hið augljósa í viðtali við Morgunblaðið:
"Hættan er sú að þetta sé að gerast mjög víða í samfélaginu, hvort sem er hjá ríkinu eða sveitarfélögunum. Allt er þetta skattfé tekið úr sömu buddunni og hefur áhrif á afkomu fólks. Og síðan inn í samfélagið með auknum samdrætti."
Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin höfðu uppi stór orð fyrir borgarstjórnarkosningarnar og lögðu áherslu á atvinnumál. Bent var á að hagvöxtur í Reykjavík yrði að vera 3,5% að meðaltali næstu fjögur ár, (líkt og höfuðborgin væri sjálfstætt hagvaxtarsvæði). Loforðin voru stór og meðal annars átti að skuldsetja borgarsjóð til að halda uppi framkvæmdastigi.
Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar sagði meðal annars:
"Taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði."
Og frambjóðendur Samfylkingarinnar til borgarstjórnar voru þess fullvissir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu skapaði mikla möguleika fyrir borgina:
"Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg nýti þau tækifæri sem felast í stöðu Íslands sem umsóknarríkis að ESB. Samfylkingin hefur látið taka saman stutt yfirlit yfir samfélags- og uppbyggingasjóði Evrópusambandsins með sérstakri áherslu á borgarsvæði og fjármögnunarmöguleika þeirra. Möguleikar Reykjavíkurborgar eru miklir ef rétt er á málum haldið.
Samstarf við evrópskar fjármálastofnanir og samstarfsáætlanir gætu nýst Reykjavík og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu m.a. við:
i) endurskipulagningu á skuldum sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra
ii) fjármögnun á endurnýjun eldri hverfa og atvinnusvæða
iii) fjárfestingar í grænni orku, orkuskiptum í samgöngum, hjóla- og göngustígakerfi og öðrum fjárfestingum í innviðum og umhverfismálum
iv) uppbyggingu vísinda- og þekkingarklasa, t.d. á háskólasvæðum
v) endurlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja."
Í stefnuyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar segir meðal annars um fjármál:
Skattheimta sögð auka samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook
Elton John í Kasakstan og á Íslandi
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Ég á ekki von á því að bandarískir sendiráðsmenn á Íslandi hafi sent minnisblað til yfirboðara sinna um fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, sem oftast er kenndur við Samskip. Samkvæmt frétt á RÚV voru Bandaríkjamenn yfir sig hneykslaðir vegna veisluhalda ráðamanna í Kasakstan þar sem Elton John var fenginn til að skemmta. Sama ár mætti Elton í afmælisveislu Ólafs en þá voru íslenskir auðmenn loðnari um lófana en flestir og Tom Jones söng í áramótaveislu efnaðra Íslendinga í London.
Frétt RÚV hljóðar svona:
"Nursultan Nazarbaev, forseti Kasakstans, greiddi söngvaranum Elton John meira en hundrað og áttatíu milljónir íslenskra króna fyrir að koma fram í afmælisveislu tengdasonar síns. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar sem vefsíðan Wikileaks hefur nú birt.
Þar segir að nautnalíf ráðamanna í Kasakstan sé á allt öðrum mælikvarða en fólk eigi að venjast og því til sönnunar fylgja skrautlegar lýsingar á ótæpilegri drykkju og eyðslusemi þeirra. Munaðurinn er sagður svo yfirgengilegur að forsetann hafi ekki munað um að fá sjálfan Elton John til Kasakstans til þess eins að syngja í einni afmælisveislu. Það var árið tvö þúsund og sjö, sama ár og Sir Elton kom til Reykjavíkur til að syngja í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, athafnamanns. Á þeim tíma var talað um að söngvarinn hefði tekið eina milljón dollara fyrir. Það er nokkru minna en hann er sagður hafa fengið fyrir að veita sömu þjónustu í Kasakstan."
Þess vegna skipta réttindi Geirs litlu
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 að höfða sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, 28. september síðastliðinn eða fyrir liðlega tveimur mánuðum. Í tvö mánuði hefur Geir ekki haft verjanda til að undirbúa vörn. Forseti landsdóms lagðist svo lágt að óska eftir áliti skipaðs saksóknara á skipan verjanda fyrir Geir.
Ekki heyrist eitt orð frá þeim sem hafa gefið sig út fyrir að vera sérstakir talsmenn mannréttinda vegna þessarar fráleitu framkomu. Mannréttindi sumra eru ekki jafn dýrmæt og mannréttindi annarra. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi níumenningana svokölluðu sem gerðu innrás í Alþingishúsið, þegir þrátt fyrir að mannréttindi séu honum hjartfólgin. Eitthvað hefði Ragnar sagt ef skipan verjanda í máli níumenninganna hefði verið borin undir saksóknara.Ögmundur Jónasson ráðherra mannréttinda, er ánægður í þögn sinni, líkt og aðrir sem hæst tala í þingsal um mannréttindi.
Hugmyndir manna sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað mótast af því hvaða réttindi verið er að verja og fyrir hverja. Þannig er hið nýja Ísland sem er mótað af norrænni velferð, jafnrétti og gagnsæi. Geir Haarde er hægri maður - sjálfstæðismaður og þess vegna skipta réttindi hans litlu.
Ákvörðun um verjanda í dag eða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook
Enska tekur völdin
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Mér er það óskiljanlegt af hverju forráðamenn íslenskra fyrirtækja telja að það sé betri leið til árangurs að birta auglýsingar á ensku en ekki á íslensku. Þá er það hulin ráðgáta hvers vegna fjölmiðlar, sem hafa reynt að leggja rækt við gott íslenskt mál, skuli taka það að sér að birta auglýsingar á ensku.
Á mbl.is er auglýsingaborði í haus þar sem vakin er athygli á kostum Nikon ljósmyndavéla. Fyrirsögnin er: I am your best winter deal.
Ég átta mig ekki á því hvort það er leti, kæruleysi eða hreint virðingarleysi fyrir íslenskum neytendum að birta auglýsingu á ensku. Eitt er víst að auglýsandinn hefur enga tilfinningu fyrir því sem er íslenskt.
Með sama hætti þótt mér það miður þegar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, taldi rétt að birta grein í Fréttablaðinu fyrir skömmu þar sem fyrirsögnin var á ensku. Efni greinarinnar skiptir engu.
Ekki treysta stjórnmálamönnum!
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Nigel Farage þingmaður Sjálfstæðisflokks Bretlands á Evrópuþinginu er með skýr skilaboð til Íslendinga: Ekki treysta stjórnmálamönnum og ekki fórna landhelginni. Þetta voru skilaboðin í stuttri ræðu sem hann flutti í júlí síðastliðnum.
Nigel er umdeildur en frábær ræðumaður og illa hægt að vera ósammála honum að þessu sinni.