Árni Páll í ónáđ hjá Steingrími J.

Áhugamenn um stjórnmál hafa áttađ sig á ţví ađ lítil vinátta er á milli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viđskiptaráđherra, og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráđherra. Sá síđarnefndi vill losna viđ ţann fyrrnefnda úr ríkisstjórn og Jóhanna virđist meira en tilbúin til ađ fórna eigin manni.

Viđskiptablađiđ birtir áhugaverđa fréttaskýringu um máliđ og segir ađ óvild Steingríms J. í garđ Árna Páls nái til ţess tíma ţegar Árni Páll tók ţátt í ingliđastarfi Alţýđubandalagsins. Árni Páll studdi Ólaf Ragnar Grímsson dyggilega, ţegar honum tókst ađ ná völdum úr höndum flokkseigendafélagsins, líkt og lesa má um hér. Viđskiptablađiđ tekur fram ađ ţessi skýring sé sett fram í hálfkćringi, en líklega er meira til í henni en blađiđ vill vera láta. Árni Páll var í miđstjórn og framkvćmdastjórn Alţýđubandalagsins á fyrstu formannsárum Ólafs Ragnar og síđar oddviti Ćskulýđsfylkingar Alţýđubandalagsins.

Í fréttaskýringunni kemur fram ađ samstarf ţeirra Steingríms J. og Árna Páls hafi veriđ stirt frá ţví ađ ţeir settust saman í ríkisstjórn áriđ 2009:

„Á síđasta ári myndađist síđan mikil kergja á milli ţeirra í ađdraganda umrćđu um skuldaafskriftir en Árni Páll var ţá félagsmálaráđherra. Ágreiningur ţeirra sneri fyrst og fremst ađ ţví ađ samkvćmt ráđleggingu Indriđa H. Ţorlákssonar stóđ til ađ skattleggja afskriftir skulda bćđi á heimili og fyrirtćki. Sem félagsmálaráđherra beitti Árni Páll sér gegn ţví ađ afskriftirnar yrđu skattlagđar međ ţeim rökum ađ afskriftir myndu lítiđ gagnast skuldsettum heimilum ef ţau ţyrftu síđan ađ greiđa skatt af ţeim.“

Blađiđ segir ađ ţegar Árni Páll settist í stól efnahags- og viđskiptaráđherra hafi hann „safnađ liđi“ og fengiđ hagsmunasamtök atvinnulífsins međ sér í baráttunni. Ţessu reiddist Steingrímur:

„Steingrímur J. leit á ţađ sem persónulega árás á sig og sitt ráđuneyti og viđrađi ţá skođun viđ vopnabrćđur sína í Vinstri grćnum ađ koma ţyrfti Árna Páli úr ríkisstjórninni.“

Viđskiptablađiđ heldur ţví síđan fram ađ Árni Páll hafi falliđ í „algjöra“ ónáđ ţegar hann gagnrýndi kjarasamninga síđastliđiđ sumar og varađi viđ afleiđingum ţeirra.


Gćfa Árna Páls

Ekki var hćgt ađ skilja Árna Pál Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, í Silfri Egils síđasta sunnudag, međ öđrum hćtti en ađ hann sé ágćtlega sáttur viđ ađ hverfa úr ríkisstjórn. Hann brosti sínu breiđasta, tók til varna fyrir Jón Bjarnason en varađi viđ ađ Steingrími J. Sigfússyni yrđi fćrđ of mikil völd.

Árni Páll hefur áttađ sig á ţví ađ ţađ vćri pólitísk gćfa ef Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra og formađur Samfylkingarinnar, tćki ţá ákvörđun ađ fórna honum til ţess eins ađ bola Jóni Bjarnasyni – hinum óţekka ráđherra – úr ríkisstjórn. Međ ţví fái hann nýtt tćkifćri til ađ sćkja fram sem forystumađur Samfylkingarinnar.

Gćfa Árna Pál gćti ţví veriđ handađ viđ horniđ.

Sjá T24

 

 

 

 

 


mbl.is Ţingmenn og fjölmiđlar komnir fram úr sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólína gegn forseta Alţingis

Af ţessu tilefni er rétt ađ rifja upp ţegar Ólína sakađi sama forseta Alţingis í valdníđslu. 

Í umrćđum um fyrirkomulag umrćđu um störf ţingsins15. apríl síđastliđinn tók Ólína til máls. Hér á eftir er textinn en miklu skemmtilegra er ađ horfa á orđaskiptin milli Olínu og Ástu Ragnheiđar Jóhannesdóttur forseta ţingsins:

Frú forseti. Ţađ er bagalegt viđ ţennan liđ, störf ţingsins, ţegar veriđ er ađ taka upp og efna til viđrćđna viđ einstaka ţingmenn úti í sal sem komast síđan ekki ađ í umrćđunni til ađ svara fyrir ţađ sem fram er haldiđ.

Hv. ţm. Ragnheiđur Elín Árnadóttir hélt ţví hér fram og gerđi ţađ sem í raun og veru er iđulega … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Já, ég er ađ rćđa um …

(Forseti (ÁRJ): Ekki efnisleg umrćđa undir liđnum um fundarstjórn forseta.)

Frú forseti. Ég er ađ rćđa um fundarstjórn forseta.

(Forseti (ÁRJ): Ţingmađurinn hefur orđiđ.)

Takk. Hv. ţm. Ragnheiđur Elín Árnadóttir kom hér upp áđan og sakađi mig um ađ tala hér sjávarútvegsmál í ágreining og komst upp međ ţađ án ţess ađ ég ćtti ţess kost, frú forseti, ađ svara fyrir mig. (Forseti hringir.) Ađ slá fram slíkri fullyrđingu án ţess ađ fćra … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Ţetta er efnisleg umrćđa.)

Ég ćtla ađ vona, frú forseti, ađ viđ ţurfum ekki ađ endurtaka hér bjöllusólóiđ frá ţví sumariđ 2009 ţegar ég var rekin úr rćđustóli.

(Forseti (ÁRJ): Hv. ţingmađur rćđi fundarstjórn forseta.)

Ég er ađ rćđa fundarstjórn forseta, frú forseti. (Gripiđ fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti hefur fariđ ađ fundarstjórn.) (Gripiđ fram í: Ţú hefur ekki …)

Má ég velja mér orđ mín sjálf? Hversu langan tíma hef ég til ađ rćđa fundarstjórn forseta?

(Forseti (ÁRJ): Hv. ţingmađur hefur eina mínútu og hún er liđin.)

Er hún liđin? Ţá vík ég úr rćđustóli en ég geri alvarlega athugasemd viđ ţessa valdbeitingu forseta ţví ađ hér hefur ţessi liđur veriđ tilefni manna til efnislegra umrćđna skipti eftir skipti ţar sem stjórnarandstađan hefur átt sjálfvirka ađkomu ađ efnislegum (Forseti hringir.) umrćđum hér og ég fć ekki ađ ljúka máli mínu og fć ekki sjálf ađ velja mín eigin orđ (Gripiđ fram í.) ţegar ég er ađ rćđa hér fundarstjórn forseta. (Forseti hringir.) Ég geri alvarlega athugasemd viđ ţetta.

Nokkru síđar tók Ólína aftur til máls og vildi bera af sér sakir:

Ég vil bera af mér sakir og geri jafnframt alvarlega athugasemd og ítreka athugasemdir mínar viđ fundarstjórn forseta sem mér finnst vera komin út úr öllu góđu hófi.

Ég óska eftir ţví ađ hv. ţm. Ragnheiđur Elín Árnadóttir rökstyđji ţađ međ dćmum međ hvađa hćtti ég hafi talađ hér sjávarútvegsmál í ágreining. (Gripiđ fram í: Er ţetta ađ bera af sér sakir?) Sannleikurinn er sá … (Forseti hringir.)

Sannleikurinn er sá ađ fáir ţingmenn hafa gengiđ lengra í ađ skýra sjónarmiđ sín og vera í opinberri umrćđu um (Forseti hringir.) ţann málaflokk. Ţví hefur aftur á móti veriđ svarađ međ dćmafáum (Forseti hringir.) persónuof…

Frú forseti. Er tími minn búinn?

(Forseti (ÁRJ): Ţađ er ekki unnt ađ fara hér í efnislega umrćđu undir ţeim liđ ađ bera af sér sakir. Hér voru efnislegar umrćđur um stjórnmál áđan undir liđnum um störf ţingsins. Ţeim liđ er lokiđ.)

Frú forseti. Ţađ er rćtt hér sérstaklega um mig og bornar á mig sakir. Hvađ er ađ gerast hér? Ég hef aldrei vitađ annađ eins. Hvađ er ađ gerast hér, frú forseti? Ég óska eftir nánari rökstuđningi fyrir ţví hvernig ég hef ekki fariđ ađ ţingsköpum og biđ forseta um ađ rökstyđja ţađ af hverju mér er ekki heimilt hér ađ (Forseti hringir.) bera af mér sakir.

(Forseti (ÁRJ): Rćđutíminn er liđinn fyrir 20 sekúndum.) [Hlátur í ţingsal.]


Sundurţykkja Framsóknarflokksins

Vandi Framsóknarflokksins er sundurlyndi ţingflokksins. Ef ţingmenn flokksins vćru samstíga vćri stađa flokksins allt önnur og sterkari en skođanakannanir benda til.

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur Framsóknarflokksins, hefur reynst mikill málafylgjumađur, harđur í horn ađ taka og sjálfum sér samkvćmur. Honum hefur hins vegar ekki tekist ađ ná stjórn á ţingflokkinum. Guđmundur Steingrímsson hefur sagt skiliđ viđ flokkinn og leitar á miđ Besta flokksins og Siv Friđleifsdóttir á litla samleiđ međ öđrum í ţingflokkinum og virđist fremur hallast ađ ríkisstjórninni. 

Gunnar Bragi Sveinsson, formađur ţingflokksins, hefur vakiđ mikla athygli fyrir stefnufestu og góđan málflutning. Vigdís Hauksdóttir er málafylgjukona sem gengur hreint til verka og ţví umdeild. Sigurđur Ingi Jóhannsson hefur öđlast traust og trúverđugleika međ framgöngu sinni á ţingi. 

Ţingflokkur Framsóknarflokksins er fámennur en hefur á ađ skipa öflugum talsmönnum. Ef allt vćri eđlilegt ćtti flokkurinn ađ vera í stórsókn. En sundurţykkja og misklíđ kemur í veg fyrir pólitíska sigra.


mbl.is Siv skammađi Vigdísi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Prófkjör ekki gallalaus

Ákveđnar efasemdir hafa alla tíđ veriđ upp um ágćti prófkjara til ađ velja einstaklinga á frambođslista stjórnmálaflokkanna.  Jónína Michaelsdóttir veltir ţví fyrir sér í ágćtum pistli í Fréttablađinu, hvort prófkjörin séu besta leiđin. Hún segir ađ ţađ sé "lýđrćđislegt ađ allir fái ađ kjósa um hverjir fara á stjórnlagaţing, hverjir setjast á ţing og hverjir verđa borgarfulltrúar". Jónína virđist ekki fyllilega sátt viđ niđurstöđuna:

"Hún [niđurstađan] er sú ađ fólk kýs fólk međ andlit sem ţađ ţekkir úr fjölmiđlum. Ekki endilega fjölmiđlafólkiđ sjálft ţó ađ ţađ sé líka međ, heldur fólk međ nafn og andlit sem menn kannast viđ ţegar ţeir skođa frambođslistana. Stjórnlaganefnd er gott dćmi um ţetta, svo ágćt sem hún er."

Jónína segir ađ eflaust yrđi litiđ á ţađ  sem gamaldags klíkufyrirkomulag ef lagt verđi til ađ frambjóđendur í nćstu kosningum yrđu valdir af nefndum innan flokkanna:

"Menn myndu vísast velja vini sína, klíkubrćđur og klíkusystur. Tortryggnin yrđi ofan á ef ţetta yrđi lagt til. En er úr háum söđli ađ detta?"

Jónína rifjar upp ađ ađ í Sjálfstćđisflokknum hafi skipan frambođslista veriđ í höndum fimmtán manna fulltrúaráđs. Skođanakannanir hafi veriđ gerđar í félögum og kjördćmum sem var unniđ úr. Lagđur var metnađur í ađ verđa "međ fólk á öllum aldri og fólk sem ţekkti vel stođir samfélagsins, og menningarlíf" á frambođslistum:

"Í hverjum kosningum hefđi veriđ skipt út einhverjum til ađ koma međ nýtt blóđ inn í hópinn. Ég er ekki frá ţví ađ ţessi tilhögun yrđi betri en ţađ sem nú tíđkast. Hún yrđi allavega ekki verri."

Niđurstađa Jónínu er síđan ţessi:

"Er ekki farsćlast fyrir blessađ lýđrćđiđ og ţjóđina sem alltaf er veriđ ađ vitna í, ađ fulltrúar hennar á Alţingi sé fólk sem hún treystir, og ađ ţađ sé fólk sem hefur ţekkingu og skilning á atvinnulífi, heilbrigđismálum, sjávarútvegi, iđnađi, utanríkismálum, menningarmálum og íţróttum, en ţurfi ekki ađ reiđa sig á ráđgjafa ađ öllu leyti?

Er ţađ virkilega svo ađ viđ treystum fólki fyrir lífi okkar og limum af ţví ađ viđ höfum séđ ţađ í sjónvarpi, myndir af ţví í blöđum eđa á netinu? Sé ţađ svo, eigum viđ ekkert betra skiliđ."

Margföldun rekstrarkostnađar FME

fme-starfsmenn.png

Gangi áćtlanir Fjármálaeftirlitsins [FME] eftir munu starfsmenn stofnunarinnar verđa 143 á komandi ári. Ţegar umfang íslenska fjármálamarkađarins var mest, áriđ 2007, voru starfsmenn FME 54 en ţarf af voru 45 í fullu starfi. Ţannig verđa starfsmenn 2,6-sinnum fleiri áriđ 2012 en á frćgu ári velmegunar, 2007.

Áriđ 2006 nam rekstrarkostnađur FME um 389 milljónum króna og jókst um nćr 63 milljónir á milli ára. Áriđ 2007 nam rekstrarkostnađurinn 594 milljónum. Áriđ 2010 var rekstrarkostnađurinn kominn í 1.223 milljónir króna. Í endurskođađri áćtlun fyrir yfirstandandi ár er reiknađ međ ađ gjöld FME nemi alls 1.843 milljónum króna. Ţannig hefur kostnađur viđ rekstur stofnunarinnar aukist um 1.249 milljónir sem er meira en ţreföldun.

Vert er ađ taka fram ađ stjórnendur FME gera ráđ fyrir ađ starfsmönnum fćkki frá og međ árinu 2013 og verđi um 100 í lok árs 2015.

 


mbl.is Kalla eftir rannsókn á FME
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjađningavígin halda áfram innan ríkisstjórnarinnar

Kolbrún Bergţórsdóttir blađamađur hefur haldiđ ţví fram ađ ástandiđ á stjórnarheimilinu minni á kóngaleikrit eftir Shakespeares. Allir helstu leikendur eru ćstir og móđir. Ákveđnir ráđherrar vilja losna viđ ađra ráđherra og brugga alls kyns launráđ sín á milli. En kannski vćri enn betra ađ lýsa ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingrímssonar sem grátbrotlegum farsa eftir Dario Fo.

Einn kafli í farsanum var fluttur fyrir alţjóđ um helgina.

Sjá T24


10 syndir Barney Franks

Barney Frank er einn ţekktasti og valdamesti ţingmađur demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaţings. Hann var fyrst kjörinn á ţing áriđ 1980 en hann hafđi áđur veriđ ţingmađur í fulltrúadeild Massachusetts-ríkis í átta ár. Í fyrstu kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkjaţings hlaut hann 52% en hann hefur síđan náđ endurkjöri međ yfirgnćfandi stuđningi. Barney er ţingmađur 4. umdćmis í Massachusetts. Alls hefur Barney unniđ 16 kosningar til fulltrúadeildarinnar.

Barney hefur alla tíđ veriđ í hópi vinstrisinnuđustu ţingmanna demókrata. Margir hćgri menn hafa ţví haft á honum ímigust. Barney hefur í mörg ár setiđ í fjármálanefnd ţingsins og var formađur hennar frá 2007 til 2011. Tengsl hans viđ Fannie Mae og Freddie Mac húsnćđislánasjóđina, hafa veriđ gagnrýnd harđlega og ţví veriđ haldiđ fram ađ hann beri mikla ábyrgđ á fjármálakreppunni, en hann barđist mjög fyrir ađ alríkiđ niđurgreiddi íbúđaverđ og tryggđi ađgang ađ ódýru lánsfé til íbúđakaupa.

Barney Frank kom út úr skápnum áriđ 1987 og hefur alla tíđ barist fyrir réttindum samkynhneigđra. Hann ţykir einnig mjög frjálslyndur í öllum siđferđilegum málum, sem ekki hefur aflađ honum vinsćlda hjá hćgri mönnum.

En nú hefur Barney Frank ákveđiđ ađ hćtta, en ţar spila inn breytingar á kjördćminu.

Sjá lista yfir 10 syndir á T24.is 


Varadekk vinstri stjórnar stofnar flokk

Guđmundur Steingrímsson alţingismađur segir í viđtali viđ Mbl.is ađ flokkurinn sem hann vinnur ađ ţví ađ stofna međ Besta flokknum og fleirum verđi međ í nćstu alţingiskosningum, hvenćr sem ţćr verđa. Haft er eftir Guđmundi ađ gríđarlegur áhugi sé á frambođinu.

uđmundur er bjartsýnn og í viđtali viđ Mbl.is segir hann:

 „Mađur veit ekki alveg hvenćr nćstu kosningar verđa en viđ göngum út frá ţví í okkar plönum ađ kosningar verđi eins og stefnt er ađ áriđ 2013. Ţađ er eitt og hálft ár í ţađ og viđ lítum á ţađ sem kost ađ hafa ţá smá tíma til ađ vinna hlutina í ró og nćđi. En ef ţađ breytist rjúkum viđ fram úr öllu og verđum međ.“

Ekki ţarf ađ fara mörgum orđum um ađ hagsmunir Guđmundar Steingrímssonar liggja í ţví ađ ríkisstjórnin lifi til loka kjörtímabilsins. Hann telur ţađ vera „kost“. Einmitt ţess vegna líta Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á Guđmund sem varadekk undir vagn hinnar sundurţykku ríkisstjórnar. Hvort ţađ telst gott veganesti viđ stofnun nýrra stjórnmálasamtaka, ađ vera „varadekk“ vinstri stjórnarinnar, er annađ mál.

Sjá T24


mbl.is Gríđarlegur áhugi á frambođinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Davíđ ţerrađi tár Jóhönnu

Guđni Ágústsson, fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins og ráđherra, bendir á í Morgunblađsgrein í dag ađ Jóhanna Sigurđardóttir muni tímana tvenna í pólitík "og sjálf gekk hún úr ríkisstjórn af ţví ađ skođanir hennar til félagshyggjunnar voru ekki falar". Guđni segir ađ ţađ sé jafnan verkefni forsćtisráđherra ađ "miđla málum, leysa úr ágreiningi í ráđherraliđi sínu og segja ekkert misjafnt um einstaka ráđherra opinberlega".

Tilefni skrifa Guđna er atlagan ađ Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landsbúnađarráđherra, sem Guđni segir ađ hafi skrifađ undir eiđstafinn ađ fylgja sannfćringu sinni. Jón er nú í svipađri stöđu og Jóhanna forđum sem ráđherra í Viđeyjarstjórn Davíđs Oddssonar.

Guđni skrifar:

"Í fornum deilum Jóhönnu félagsmálaráđherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar 1991 til 1994 átti Jóhanna ađeins einn vin í ríkisstjórninni sem var forsćtisráđherrann Davíđ Oddsson sem ţerrađi tár hennar og leysti úr ágreiningi flokkssystkinanna. Viđ sem sátum á Ţingvelli á afmćlishátíđ lýđveldisins 1994 minnumst enn fyrirbođans um ađ Jóhanna hyrfi úr ríkisstjórninni. Ţá flugu tíu hvítir svanir yfir ţingstađinn og komu ađ vörmu spori níu til baka en ráđherrarnir voru ţá tíu talsins. Ţá spáđi sá glöggi mađur Ólafur Ţ. Ţórđarson ţví ađ Jóhanna gengi út strax ađ hátíđ lokinni sem varđ niđurstađan."

Nú ćtlar Jóhanna ađ fórna eigin liđsmanni - Árna Páli Árnasyni, - til ađ ná ađ snúna Jón Bjarnason niđur. Ţessi frásögn Eyjunnar hefur ekki veriđ stađfest, en sú spurning vaknar hver ćtli sér ađ ţerra tár Árna Páls. Varla tekur Davíđ ţađ verk ađ sér.


mbl.is Árni Páll sagđur vera á útleiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband