Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Smitaðist Steingrímur J. í Noregi?

Getur það verið að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, hafi smitast af alvarlegri veiki í Noregi? Valdhroka.

Sjá T24


Þingmenn VG börðust við vindmillur Steingríms J.

Félagar í Vinstri grænum um allt land höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að þingmenn flokksins berðust gegn því að Magma Energy næði að eignast hlut í HS Orku. Samkvæmt fréttaskýringu Morgunblaðsins virðist ljóst að Steingrímur J. Sigfússon hafi leikið tveimur skjöldum og í raun samþykkt og samið um kaup Magma á HS Orku. Á sama tíma stóðu félagar hans í VG í þeirri trú að ráðherrar og þingmenn flokksins kæmu í veg fyrir kaupin.

Eftir fréttaskýringu Morgunblaðsins er ljóst að margir félagar í VG eiga ýmislegt ótalað við Steingrím J. Sigfússon. Það virðist a.m.k. ljóst að flokksráðsfundir VG sem ályktuðu um nauðsyn þess að rannsaka málið allt, hafi hitt naglann á höfuðið. Spurningin er hins vegar sú hvort Steingrímur J. hafi reist vindmillur svo félagar hans gætu barist við þær með svipuðum árangri og Don Quixote

Sjá T24


Ég er í mótsögn við mig sjálfan

Ég er einn þeirra sem barist hefur fyrir frelsi – frelsi til orðs og efnahagslegra athafna. Ég hef barist fyrir því að allir skuli vera jafnir, óháð efnahag, stétt, menntun, stöðu, trú, litarhætti, skoðunum, kyni, kynhegðun, eða litarhætti. Sem frjálshyggjumaður hef ég hafnað því að mismuna einstaklingum.

Vegna þessa var ég einn þeirra sem fagnaði þegar fréttir bárust af því að kínverskur athafnamaður hefði áhuga á að kaupa jörð á Íslandi og fjárfesta í ferðaþjónustu fyrir tugi milljarða króna í uppbyggingu.

T24


Déjà vu Sjálfstæðisflokksins

eykon_1108346.jpgHægri menn deila um það sín á milli hvort barátta hugmynda hafi verið færð aftur um tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. Hrun íslenska fjármálakerfisins var áfall sem gaf sósíalistum og vinstri mönnum tækifæri sem þeir hafa nýtt sér til hins ýtrasta. 

Á undanförnum misserum hefur sá er hér skrifar hvatt til þess í ræðu og riti að Sjálfstæðisflokkurinn gangi í gegnum endurnýjun lífdaga

Fyrir 34 árum hélt Eyjólfur Konráð Jónsson [Eykon] ræðu á Varðarfundi og fyrir sjálfstæðismenn er ræðan eins konar Déjà vu.

Sjá T24 


Gömul loforð rifjuð upp

Enn og aftur lofar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þúsundum nýrra starfa. Nú lofar hún  7.000 nýjum störfum um allt land auk fjöldra afleiddra starfa. Þetta er stærra loforð en oftast áður.

Af þessu tilefni er vert að rifja upp fyrri loforð forsætisráðherra.

Í mars síðastliðnum taldi Jóhanna að bjart væri yfir en í umræðum á Alþingi utan dagskrár um atvinnumál sagði forsætisráðherra að 2.200-2.300 ársverk yrðu sköpuð fljótlega.

Í lok október á síðasta ári var Jóhanna Sigurðardóttir enn bjartsýnni og talaði um 3-5 þúsund ný störf á nýju ári [2011] og hagvöxtur skyldi verða 3-5%.

Í ávarpi á Viðskiptaþingi í mars 2009 sagði Jóhanna:

"Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til margvíslegra aðgerða til þess að styrkja vinnumarkaðinn og atvinnulífið í landinu. Nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6.000 ársverk, þar af munu verða til um 2.000 störf í orkufrekum iðnaði, svo fátt eitt sé nefnt."

Jóhanna Sigurðardóttir var á svipuðum nótum í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl 2009:

"Ég vil vinna með ykkur að framgangi áætlunar stjórnvalda  6.000 störf sem allar forsendur eru fyrir. Stærstur hluti þessara starfa mun verða til á almennum vinnumarkaði."

Á bak við loforð um þúsundir starfa hefur öll ríkisstjórnin staðið eins og kom t.d. fram í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar í mars 2009 þar sem sagði meðal annars:

"Ríkisstjórnin fjallaði á ríkisstjórnarfundi sínum í morgun um tillögur Stýrihóps ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í atvinnumálum til þess að sporna gegn atvinnuleysi. Samþykkt var að vinna að framgangi ellefu tillagna sem gætu skapað ríflega 4000 ársverka á næstu misserum."


mbl.is 7 þúsund ný störf í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spunakarlar hálfsannleika og ósanninda

_rklipp-magnusorri.jpg

Eitt skýrasta merki þess að menn séu komnir í rökþrot og ógöngur, er þegar gripið er til hálfsannleika og hreinna ósanninda. Spunakarlar hafa lengi trúað því að sé nægilega lengi hamrað á einhverju fari almenningur, - hægt og bítandi - að trúa ósannindavaðlinum.

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið í vanlíðan sinni að skipa sér í flokk spunakarla sem vinna eftir þeirri meginreglu að hafa skuli það sem betur hljómar. Í annað skipti á tæpum tveimur vikum hefur Magnús Orri ákveðið að fara á ritvöllinn með staðlausa stafi – fyrst 22. ágúst í Fréttablaðinu og síðan 2. september í Morgunblaðinu.

Sjá T24

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband