Sundurþykkja Framsóknarflokksins

Vandi Framsóknarflokksins er sundurlyndi þingflokksins. Ef þingmenn flokksins væru samstíga væri staða flokksins allt önnur og sterkari en skoðanakannanir benda til.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur reynst mikill málafylgjumaður, harður í horn að taka og sjálfum sér samkvæmur. Honum hefur hins vegar ekki tekist að ná stjórn á þingflokkinum. Guðmundur Steingrímsson hefur sagt skilið við flokkinn og leitar á mið Besta flokksins og Siv Friðleifsdóttir á litla samleið með öðrum í þingflokkinum og virðist fremur hallast að ríkisstjórninni. 

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokksins, hefur vakið mikla athygli fyrir stefnufestu og góðan málflutning. Vigdís Hauksdóttir er málafylgjukona sem gengur hreint til verka og því umdeild. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur öðlast traust og trúverðugleika með framgöngu sinni á þingi. 

Þingflokkur Framsóknarflokksins er fámennur en hefur á að skipa öflugum talsmönnum. Ef allt væri eðlilegt ætti flokkurinn að vera í stórsókn. En sundurþykkja og misklíð kemur í veg fyrir pólitíska sigra.


mbl.is Siv skammaði Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband