Margföldun rekstrarkostnaðar FME

fme-starfsmenn.png

Gangi áætlanir Fjármálaeftirlitsins [FME] eftir munu starfsmenn stofnunarinnar verða 143 á komandi ári. Þegar umfang íslenska fjármálamarkaðarins var mest, árið 2007, voru starfsmenn FME 54 en þarf af voru 45 í fullu starfi. Þannig verða starfsmenn 2,6-sinnum fleiri árið 2012 en á frægu ári velmegunar, 2007.

Árið 2006 nam rekstrarkostnaður FME um 389 milljónum króna og jókst um nær 63 milljónir á milli ára. Árið 2007 nam rekstrarkostnaðurinn 594 milljónum. Árið 2010 var rekstrarkostnaðurinn kominn í 1.223 milljónir króna. Í endurskoðaðri áætlun fyrir yfirstandandi ár er reiknað með að gjöld FME nemi alls 1.843 milljónum króna. Þannig hefur kostnaður við rekstur stofnunarinnar aukist um 1.249 milljónir sem er meira en þreföldun.

Vert er að taka fram að stjórnendur FME gera ráð fyrir að starfsmönnum fækki frá og með árinu 2013 og verði um 100 í lok árs 2015.

 


mbl.is Kalla eftir rannsókn á FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband